Þarf að hlaða Toyota Hybrid?

Algengar spurningar
Sjálfhlaðandi Hybrid

Allir Toyota Hybrid bílar hafa sjálfhlaðandi Hybrid rafhlöðu og bensínvél. Þeir eru tvinnbílar (e. Hybrid) vegna þess að þeir nota bæði eldsneyti og rafmagn til þess að framleiða orku fyrir bílinn. Sem þýðir að ólíkt 100% rafmagnsbíl þá þarf ekki að setja þá í samband.

Við hemlun og aðra afhröðun er rafmótorinn nýttur sem rafali og hleðsluálag frá honum notað til að hægja ferðina. Skriðorka bílsins er þannig varðveitt sem rafmagn og endurnýtt til aksturs í stað þess að tapast sem hiti í bremsukerfinu.

Í raun er ekki talað um rafdrægni í Toyota Hybrid bílum. Öll raforka sem verður til í akstrinum er notuð jafnóðum til að minnka notkun á bensíni og fer það eftir aðstæðum og aksturslagi hverju sinni hversu miklu rafmagni bíllinn hefur úr að spila til rafaksturs. Sjálfvirk hleðslustýring Hybrid-kerfisins sér til þess að rafhlaðan tæmist aldrei og fer bíllinn að reiða sig á bensínvélina áður en það gerist.