Skip to Main Content (Press Enter)
Fullkomin viðbót við fjölskylduna

Nýr Corolla Cross

Sportjeppi fyrir daglegt líf

Vertu klár í ævintýrin með nýjum Corolla Cross – rúmgóðum og þægilegum sportjeppa með kraftmiklu Hybrid afli. Háþróuð öryggiskerfi og áreiðanleika Toyota sem færir þér hugarró í hverri einustu ferð.

7.350.000 kr

AWD* & FWD
Hybrid 140 & Hybrid 200
HYBRID
GR SPORT

*AWD eingöngu í boði með Hybrid 200 útfærslu

 

Hönnun
Fínpússaður stíll
Nýi Corolla Cross er hannaður með sjálfsöryggi og tilgang í huga – klassískur sportjeppi með nútímalegu borgarbragði. Hann fangar athyglina með kraftmiklu útliti, flottum og skörpum línum – fullkomin blanda af stíl og krafti.

Sportjeppa hönnun

Sterk nærvera á götunni. Nýr Corolla Cross sameinar fágaðan og nútímalegan stíl við kraftmikla og örugga frammistöðu á veginum. Þetta er bíll sem þú tekur eftir – hvort sem þú ert í miðbænum eða á leið úr borginni á vit ævintýranna.

Smáatriði sem skera sig úr

Stílhrein ljósahönnun að framan og aftan myndar sterka, lárétta línu sem gefur bílnum sportlegt yfirbragð. Upphleypt Toyota-merkið aftan á bílnum er nútímalegt og smart.

Þægindi í innanrými
Slappaðu af og njóttu
Nýi Corolla Cross er hannaður með rými og þægindi í huga – fullkominn fyrir daglegt líf og óvæntar uppákomur. Með stórt farangursrými, 10,5" snertiskjá sem er auðveldur í notkun og frábæru útsýni yfir veginn. Miðjustokkurinn er bæði sniðugur og stílhreinn – með stemningslýsingu, glasahaldara og plássi fyrir tvo snjallsíma.

Þæginlegur og rúmgóður

Farþegar á öllum aldri kunna að meta þægileg sæti og nægt pláss til að teygja úr sér. Vönduð efni, stemningslýsing og þráðlaus hleðsla fyrir síma skapa fágað og nútímalegt andrúmsloft í innanrýminu.

Allt sem þú þarft

Corolla Cross er klár í hvaða ferðalag sem er – með praktískri hönnun og rúmgóðu farangursrými sem hentar fjölskyldunni fullkomlega. Þetta er bíll sem tekur daginn með stæl.

Aksturseiginleikar
Hybrid afl
Corolla Cross skilar frábærri frammistöðu með mjúkum og kraftmiklum akstri – sama hvort þú ert í borgarakstri eða á hringveginum. Hann er hljóðlátur og sparneytinn í umferðinni, en Hybrid kerfið gefur honum nægan kraft fyrir lengri ferðir. Fjöðrunin að aftan tryggir bæði þægindi og stjórn.

Snjallt Hybrid afl

Fimmta kynslóðar Hybrid-kerfi Toyota er bæði sparneytið, mjúkt í akstri og kraftmikið þegar á þarf að halda. Þetta háþróaða kerfi er hannað til að fylgja þér í gegnum daginn – hvort sem þú ert í borginni eða á ferðalagi.

Fjórhjóladrif fyrir allar aðstæður

Rigning, möl, drulla eða snjór – Corolla Cross með fjórhjóladrifi* heldur ró sinni og skilar öruggri frammistöðu á hvaða undirlagi sem er. Með nýju Snow Extra stillingunni, sem er virkjuð með akstursstillingarhnappnum, færðu fullkomið öryggi þegar veturinn lætur sjá sig. *Fjórhjóladrif er aðeins í boði með Hybrid 200 útfærslunni.

Tækni
Alltaf tengdur
Corolla Cross heldur þér tengdum á ferðinni með snurðulausri tengingu við snjallsíma og öflugu þráðlausri hleðslu fyrir snjallsíma. Með 12,3" stafrænu mælaborði færðu allar helstu upplýsingar á augabragði – í stafrænu ökumannsrými sem er hannað fyrir nútímann og ævintýrin fram undan.

Snjallt margmiðlunarkerfi – allt innan seilingar

Í nýja Corolla Cross færðu tafarlausan aðgang að leiðsögn, fjölmiðlum og stillingum bílsins – allt í gegnum skýran og snarpan 10,5" snertiskjá sem er hannaður til að vera einfaldur í notkun og alltaf innan handar.

Sportlegur stíll og afköst
Nýr Corolla Cross GR SPORT
Fyrir þá sem kunna að meta sportlega hönnun og enn betri akstursupplifun, kemur nýr Corolla Cross GR SPORT með útliti sem vekur athygli – með sérstöku GR grilli og 19" álfelgum með vélunnu yfirborði. Innanrýmið er engin undantekning með GR SPORT merkjum á sætum og stýri, auk Sport stillingar sem tryggir akstur sem þú gleymir ekki.
Væntanlegur
Nýr Corolla Cross
Corolla Cross er ekki bara sportjeppi – hann er félagi í daglegu lífi. Með Hybrid afli, stílhreinni hönnun og plássi fyrir allt og alla, er hann til í hvað sem er. Hvort sem þú ert að skutla, skreppa eða bara njóta, þá er hann með þér í liði.