Sölu- og þjónustuaðilar
Opnunartímar söluaðila
Hafðu samband
Mín síða

Corolla Sedan

HYBRID

Hún er komin aftur

Frá 4.930.000 kr.
Eyðsla frá 3,4 l/100 km
CO2 frá 77 g/km
 • Aktu með stíl

  Yfirbygging nýrrar Corollu Sedan einkennist af fáguðum flæðandi línum og straumlínulagaðar útlínurnar og breið staðan gefa bílnum kraftmikið yfirbragð. Nútímaleg hönnun á ytra byrði undirstrikar afgerandi útlitið, þar á meðal LED-ljós, gljásvart grill, krómlistar og tvílitar 18" álfelgur.

  Skoða búnaðarlýsingu
 • Frammistaða sem þú getur treyst

  Ný Corolla Sedan býður upp einstaklega ánægjulegan akstur með viðbragðsgóðri 1,8 lítra Hybrid-aflrás. Aflrásin er mjúk, hljóðlát og ótrúlega sparneytin með rafmótor sem vinnur hnökralaust með bensínvélinni til að skila þeirri hröðun sem þú þarfnast, þegar þú þarfnast hennar.

  Skoða tæknilýsingu vélar
 • Rúmgóður og þægilegur fyrir alla farþega

  Ný Corolla Sedan er byggð utan um vandlega hannað innanrými. Þar finnurðu fyrsta flokks rými og mikla birtu, haganlega staðsett stjórntæki og meiri þægindi en farþegar eiga að venjast í flokki sambærilegra bíla. Heildarlengd bílsins er 4,63 metrar og beygjuradíus bílsins er einungis 10,8 m sem hentar vel í innanbæjarakstur.

  Sjá mál innanrýmis og hleðslurýmis
 • Ávallt viðbúinn

  Toyota Safety Sense hefur verið endurbætt með fleiri hugvitsamlegum eiginleikum sem þýðir að nú getur Corolla gert enn meira til að aðstoða þig.

  Kynntu þér eiginleika öryggiskerfissins

Ný Corolla Hybrid

Mest seldi bíll heims er nú eftirsóknarverðari en nokkru sinni fyrr. Corolla snýr aftur með hugvitsamlegri Hybrid-aflrás með sjálfhleðslu og glænýrri nálgun á hönnun og tækni sem skilar sér í enn skemmtilegri akstri. Rennilegt nýtt útlit kallast á við líflega afkastagetuna um leið og uppfærðar tæknilausnir og öryggisbúnaður tryggja að Corolla Sedan hefur aldrei verið betri.

Hönnuð fyrir borgina, byggð til þess að fara þangað sem þig langar

Stílhrein, hagkvæm og þægileg, ný Corolla býður upp á ánægjulega akstursupplifun. Í bæði innanbæjarakstri sem og akstri utan borgarinnar skilar Hybrid vélin akstursupplifun sem er bæði hrífandi og sparneytin.

 • Hannaður til að heilla

  Yfirbygging nýrrar Corollu Sedan einkennist af fáguðum flæðandi línum og straumlínulagaðar útlínurnar og breið staðan gefa bílnum kraftmikið yfirbragð. Nútímaleg hönnun á ytra byrði undirstrikar afgerandi útlitið, þar á meðal LED-ljós, gljásvart grill, krómlistar og tvílitar 18" álfelgur.

 • Rúmgóður og þægilegur

  Í Corollu Sedan finnurðu fyrsta flokks rými og mikla birtu, haganlega staðsett stjórntæki og meiri þægindi en farþegar eiga að venjast í flokki sambærilegra bíla. Í nýrri Corollu Sedan líður þér vel, sama hvert ferðinni er heitið, með hita í fram- og aftursætum, handhægum geymsluhólfum, tveggja svæða loftkælingu og blárri stemmningslýsingu.

 • Endurbætt goðsögn

  Ný Corolla Sedan er framleidd á grunni nýs heildræns byggingarlags Toyota (TNGA). Niðurstaðan er lægri þyngdarmiðja og stífari grind sem skilar sér í meiri krafti og stjórn. Endurbætt fjöðrun tryggir mýkri, hljóðlátari og þægilegri akstur og 1,8 lítra Hybrid skilar akstursupplifun sem er bæði hrífandi og sparneytin.

Tilkomumikil að innan jafnt sem að utan

Ný Corolla er frábær í akstri með haganlega staðsett stjórntæki og uppfært Toyota Safety Sense öryggiskerfi sem eykur öryggi allra í umferðinni.

Lítill útblástur, sparneytin og viðbragðsfljót

Lítill útblástur, sparneytin og viðbragðsfljót

1,8 lítra Hybrid vélin er mjúk, hljóðlát og ótrúlega sparneytin með rafmótor sem vinnur hnökralaust með bensínvélinni til að skila þeirri hröðun sem þú þarfnast, þegar þú þarfnast hennar. Allt er þetta eftir bókinni frá fyrirtæki sem hefur framleitt Hybrid-bíla í yfir 20 ár. Ofan á þetta bætist svo sjálfhleðslueiginleiki með endurheimt orku í rauntíma sem þýðir að þú þarft ekki einu sinni að stinga henni í samband.

Hugvitsamleg tækni sem er einföld í notkun

Hugvitsamleg tækni sem er einföld í notkun

Í ökumannsrýminu renna saman afgerandi hönnun og fjölbreytt úrval gagnlegra tæknilausna sem einfalt er að nota. Sex hátalarar skila kristaltærum hljóm og Toyota Touch® 2 og leiðsögukerfi er stjórnað á 8" litasnertiskjá. Við þetta bætist raddstýring sem gerir þér kleift að hringja og stjórna tónlistinni án þess að taka hönd af stýri.

Hugarró, fyrir alla í umferðinni

Hugarró, fyrir alla í umferðinni

Toyota Safety Sense er staðalbúnaður í öllum útfærslum Corolla, öll okkar verk eru hugsuð út frá öryggi þínu. Þetta einstaka öryggiskerfi inniheldur uppfærðar útfærslur af öryggiskerfum sem auðvelda þér aksturinn, veita þér hugarró og auka öryggi þitt og annarra í umferðinni.

Kynntu þér Toyota Safety Sense

Hvaða Corolla hentar þér?

Meira um Toyota

Köku stillingar

Við notum kökur á vefsíðunni okkar til að þjóna þér betur og til að upplifun þín sé sem best.  Ef þú vilt kynna þér frekar köku stillingarnar þá getur þú gert það hér - skoða stillingar.