Hugarró í umferðinni

Toyota Safety Sense er staðalbúnaður í öllum gerðum Camry. Það er vegna þess að öryggi þitt skiptir öllu.
/
/
/
Sjálfvirkt háljósakerfi

Sjálfvirkt háljósakerfi Toyota Safety Sense er hannað með það fyrir augum að bæta skyggni allra vegfarenda þegar ekið er í myrkri. Myndavél greinir ljós frá ökutækjum sem eru fram undan og fyrir framan og fylgist einnig með birtustigi veglýsingar. Kerfið skiptir sjálfkrafa milli háljósa og lágljósa, sem eykur öryggi þegar ekið er í myrkri.

Umferðarskiltaaðstoð

Umferðarskiltaaðstoðin í Toyota Safety Sense fylgist með umferðarskiltum fram undan og birtir gagnlegar upplýsingar, svo sem um gildandi hámarkshraða eða takmarkanir á framúrakstri, með skýrum hætti á nýja TFT-litaskjánum. Kerfið varar einnig við bæði með hljóðmerki og sýnilegum viðvörunum ef ekki er farið eftir umferðarskiltunum.

Árekstrarviðvörunarkerfi með greiningu gangandi vegfarenda

Árekstrarviðvörunarkerfi Toyota Safety Sense með greiningu gangandi vegfarenda notar bæði radarmæli og myndavél til að greina aðra bíla á veginum fram undan. Þegar hætta er á árekstri er ökumaðurinn varaður við með hljóðmerkjum og sjónrænum viðvörunum og hemlunaraðstoð er virkjuð. Takist ökumanninum ekki að hemla í tæka tíð er hemlað sjálfkrafa til að forða árekstri eða draga úr höggi. Til viðbótar við greiningu bíla greinir kerfið einnig gangandi vegfarendur í tæka tíð.

/
/
/
Sjálfvirkur hraðastillir yfir allt hraðasviðið

Með hugvitssamlegum sjálfvirkum hraðastilli Toyota Safety Sense yfir allt hraðasviðið getur bíllinn haldið stöðugum hraða án þess að nota þurfi eldsneytisgjöfina, auk þess að halda forstilltri lágmarksfjarlægð frá næsta bíl fyrir framan. Þegar of stutt er í næsta bíl dregur kerfið úr hraðanum til að viðhalda fjarlægðinni að honum, beitir hemlunum og stöðvar bílinn ef þörf krefur. Ef fjarlægðin eykst eykur bíllinn hraðann eftir þörfum þangað til umferðin býður upp á að forstilltur aksturshraði sé aftur notaður. Athugaðu að þessi aðgerð er aðeins í boði í bílum með sjálfskiptingu.

LDA-akreinaskynjari með stýriseftirliti

LDA-akreinaskynjari Toyota Safety Sense notar myndavél til að greina akreinamerkingar á veginum fram undan og varar ökumanninn við með hljóðrænni og sjónrænni viðvörun ef bíllinn stefnir út af akreininni án þess að stefnuljós hafi verið gefið. Stýriseftirlitið snýr stýrinu sjálfkrafa ef ekið er óviljandi af akrein.

Köku stillingar

Við notum kökur á vefsíðunni okkar til að þjóna þér betur og til að upplifun þín sé sem best.  Ef þú vilt kynna þér frekar köku stillingarnar þá getur þú gert það hér - skoða stillingar.