HVERS VEGNA VETNI?

ELDSNEYTI FRAMTÍÐARINNAR

Vetni sem framleitt er með endurnýjanlegum orkugjöfum hefur ekkert kolefnisspor. Auk þess myndast aðeins vatn þegar vetni er notað til að búa til rafmagn. Auðvelt er að geyma og flytja vetni sem leiðir af sér að við getum að fullu nýtt okkur kosti endurnýjanlegra orkugjafa. Að lokum er vetni einstaklega álitleg uppspretta orku þar sem það er að finna nánast alls staðar.

  • Engin losun koltvísýrings

    Framleiðsla rafmagns úr vetni myndar ekki koltvísýring. Notkun endurnýjanlegrar orku við einangrun vetnisins býður upp á koltvísýringsfrítt ferli. Niðurstaðan er einstaklega hentug græn orka sem gerir okkur öllum kleift að draga andann léttar.

    Auðvelt að geyma og flytja

    Erfitt getur verið að geyma rafmagn sem og að flytja það langar vegalengdir. Sé rafmagn aftur á móti notað til að einangra vetni verður það bæði einfalt í geymslu og flutningi. Þessi aðferð tryggir mun skilvirkari nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa á borð við vind- og sólarorku, sem oft eru háðir bæði árstíðum og staðsetningu.

  • Ótakmarkað magn

    Vetni er hægt að vinna úr fjölbreyttu úrvali efna, þar á meðal olíu, gasi, lífeldsneyti, seyru og vatni – og nóg er af vatninu. Þetta þýðir að okkur mun aldrei skorta vetni sem aftur leiðir til þess að komandi kynslóðir mun aldrei skorta orku.

    Staðbundin framleiðsla – ávinningur komandi kynslóða

    Stór kostur vetnis er að það býður upp á orkugjafa sem hægt er að framleiða hvar sem er og gerir löndum þannig kleift að verða sjálfbær um orkugjafa án þess að reiða sig á orku annars staðar frá. Þetta leiðir af sér orkuöryggi fyrir börnin okkar og kynslóðirnar þar á eftir.

ALGENGAR SPURNINGAR

Já. Áfylling er einstaklega einföld og í raun ekkert öðruvísi en áfylling hefðbundins bíls.

Nei, áfyllingin tekur um 3–5 mínútur. Þetta er nánast sami tími og það tekur að fylla á bensínbíl og mun fljótlegra en að hlaða rafbíl.

Já. Reyndar er raunin sú að vetnisbílar bjóða upp á mun betra viðbragð en flestar gerðir bensínbíla. Þetta er vegna þess að aflið sem knýr bílinn áfram þarf ekki að knýja eða fara í gegnum eins marga hreyfanlega hluti.

Vetni er einstaklega öruggt eldsneyti. Gasið er geymt í öruggum loftþéttum geymum og ef svo ólíklega vill til að leki eigi sér stað er ekki hætta á uppsöfnun. Vetni er léttara en loft og gufar því hratt upp í andrúmsloftið án þess að valda skaða.

Vetni sem framleitt er með endurnýjanlegum orkugjöfum hefur ekkert kolefnisspor. Auk þess myndast aðeins vatn þegar vetni er notað til að búa til rafmagn. Að lokum er auðvelt að geyma og flytja vetni sem leiðir af sér að við getum að fullu nýtt okkur kosti endurnýjanlegra orkugjafa.

Vetni er algengasta frumefni alheimsins. Þetta gerir okkur kleift að ná í það úr alls konar efnum, svo sem olíu, gasi, lífeldsneyti, seyru og vatni. Auk þess er vetni allt í kringum okkur, í óþrjótandi magni, og tryggir okkur þannig orku um ókomin ár.

Við notum það í Mirai sem og í lyftara og strætisvagna. Vetnisefnarafalar eru einnig notaðir til að knýja verksmiðjur, kæla vöruhús og hita heimili.

Vetni er að finna nánast hvar sem er og nokkrar aðferðir eru notaðar til að einangra það. Ein þessara aðferða er rafgreining, sem byggist á því að leiða rafstraum í gegnum vatn. Önnur aðferð er gufumeðhöndlun jarðgass, þar sem metani er blandað saman við mjög heita gufu, og þriðja aðferðin er gösun, sem felst í að hita lífræn efni við mjög hátt hitastig.

FREKARI UPPLÝSINGAR UM VETNI