Hvernig virkar

Toyota Hybrid?

Toyota Hybrid bílar eyða minna bensíni og skila frá sér minni CO2 í formi útblásturs en bílar sem hafa ekki Hybrid vél. Bíllinn hleður sig jafnvel sjálfur án þess að vera stungið í samband við rafmagn. Það mætti því halda því fram að það sé flókið að eiga Hybrid bíl en þvert á móti, bílarnir eru hannaðir til að auðvelda þér lífið.

Hybrid Synergy Drive tæknin

Það er alls ekki flókið að keyra Hybrid bíl. Skoðaðu myndbandið hér til hliðar og sjáðu hvernig vélarnar í bílnum vinna saman og hversu auðvelt það er að keyra Hybrid bíl.

Tvöfaldur kraftur

Toyota Hybrid bílarnir hafa tvær vélar, eina bensín vél og eina rafmagnsvél. Vélarnar vinna saman að því að framleiða þann kraft sem bíllinn þarf.

double power
Kraftur fyrir öll tilefni

Upp í móti: Bíllinn notast við báðar vélar bílsins til að ná fram hámarks krafti.

Við hraðaminnkun og bremsun: Hybrid kerfið notar hreyfiorkuna sem myndast til að hlaða rafhlöðu bílsins.

Framúrakstur: Bíllinn notast við báðar vélar bílsins til að ná fram hámarks krafti. 

Í kyrrstöðu: Bíllinn slekkur sjálkrafa á báðum vélum bílsins svo engin orka fari til spillis.

intelligent-power
Sparneytni

Það er staðreynd að flestir bílar eyða meira bensíni í innanbæjarakstri. Hybrid bílarnir eru hinsvegar ekki eins og flestir bílar. Þeir endurvinna orku með því að hlaða rafhlöðu bílsins og hafa tvær vélar sem vinna saman að því að halda bensíneyðslu í lágmarki. Hybrid bíll eyðir að meðaltali 3 lítrum af bensíni á hverja 100 km. Hægt er að halda bensínkostnaði í algjöru lágmarki með því að notast við EV-mode, með þeirri stillingu notast bíllinn einungis við rafmagnsvél bílsins við keyrslu á allt að 50 km hraða en þegar bíllinn fer yfir þann hraða tekur bensín vélin við.

fuel economy
Hljóðlát og umhverfisvæn vél

EV-mode stillingin er einstklega hljóðlát og umhverfisvæn. Kosturinn við að nota eingöngu rafmagnsvélina fyrir utan bensínsparnað er að CO2 útblástur er enginn og því mengar Hybrid bíll ekkert við keyrslu á EV- mode stillingunni.

quietness-tranquilit
Lítill útblástur

Vegna samvinnu rafmagns- og bensínvélar Hybrid bílsins er útblástur CO2 ekki nema 70g á hvern kílómetra, sem hægt er að minnka niður í 0g á hvern kílómetra sé notast við EV-mode stillinguna, en það er mjög lítið, sérstaklega miðað við fjölskyldubíl.

reduced emissions
Plug-In Hybrid tæknin

Plug-In Hybrid er svo önnur tegund af bíl sem er í raun bæði rafmagnsbíll og Hybrid bíll. Hann hefur alla kosti Hybrid útgáfunnar, en auk þess er hægt að hlaða rafhlöðu bílsins svo hann geti keyrt lengur á rafmagni einu saman sem minnkar bensíneyðslu enn frekar og útblástur CO2 í kjölfarið. 
Skoðaðu Prius Plug In nánar Hér.

need to plugin