Svör við algengum spurningum

Toyota Hybrid

Hversu oft þarf að skipta um Hybrid rafhlöðuna í Hybrid bílum?

Rafhlaðan í Hybrid bílunum okkar er hönnuð til að endast líftíma bílsins. Eins og allir nýjir bílar frá Toyota eru Hybrid bílar með staðlaða sjö ára ábyrgð (3+4). Eins er sjö ára ábyrgð á íhlutum Hybrid kerfisins. Að liðnum sjö ára ábyrgðartímanum býðst þér að kanna framlengingu ábyrgðar á Hybrid rafhlöðunni frá Toyota.

Er hægt að endurvinna Hybrid rafhlöðuna?

Já, viðurkenndir þjónustuaðilar Toyota aðstoða þig við að fjarlægja og losa þig við Hybrid rafhlöðuna og senda hana í endurvinnslu.

Hvað gerist ef Hybrid rafhlaðan tæmist?

Það er engin hætta á að Hybrid rafhlaðan tæmist vegna þess að hún hleður sig sjálfkrafa á keyrslu. Hybrid kerfið fylgist með bensín vélinni og rafhlöðunni og skiptir sjálfkrafa á milli orkugjafa eftir þörfum.

Er dýrt að þjónusta Hybrid bíl?

Kostnaður vegna viðhalds á Toyota Hybrid bíl er sá sami og kostnaður reglulegs viðhalds á hefðbundnum Toyota bíl. Allir viðurkenndir þjónustuaðilar Toyota geta þjónustað Hybrid bíla. Kostir Hybrid eru meðal annars þeir að í raun er minna slit á hemlum vegna þess að rafmótorinn sér um meirihlutann af hemluninni.

Getur Hybrid bíllinn gengið á rafmagni einu saman ef eldsneytið klárast?

Nei. Þrátt fyrir að Hybrid bílarnir séu hannaðir til þess að vinna í svokölluðu "electric-only mode" þar sem þeir nota eingögnu rafmagn, þá eru þeir ekki hannaðir til að vinna án eldsneytis. Að keyra á eldsneytislausum Hybrid bíl getur haft slæmar afleiðingar á Hybrid kerfi bílsins.