Toyota Hybrid

50% rafdrifinn

Rannsóknir sýna að Toyota Hybrid bílar þeir sem keyrðir eru í Evrópu aka að meðaltali yfir 50% af tímanum án þess að notast við bensínvélina. Toyota í Evrópu hefur látið gera mælingar á þessu í gegnum óháð og sjálfstætt fyrirtæki (DRIVECO) síðan í september 2014. Frá þeim tíma hafa rúmlega 8.000 bifreiðar búnar mælibúnaði ekið rúmlega 497.000 reynsluakstra – samtals yfir 7,2 milljónir kílómetra – og er meðal aksturstími án bensínvélarinnar 53,8%.*

Þá hefur Center for Automotive Research and Evolution (CARe) innan University Guglielmo Marconi í Róm ásamt ENEA (Italian National Agency for New Technologies, Energy and Sustainable Economic Development) gert yfirgripsmiklar rannsóknir á Prius og Yaris Hybrid í blönduðum akstri – árið 2016 (CARe) og 2017 (CARe & ENEA) – og voru niðurstöðurnar úr þessum tveimur rannsóknum í takti við það sem fram kemur í mælingum DRIVECO – og reyndar ívið betri.

*Meðaltal frá september 2014 til júlí 2018