Toyota Hybrid

50% rafdrifinn

Rannsóknir sýna að Toyota Hybrid bílar þeir sem keyrðir eru í Evrópu aka að meðaltali yfir 50% af tímanum án þess að notast við bensínvélina. Toyota í Evrópu hefur látið gera mælingar á þessu í gegnum óháð og sjálfstætt fyrirtæki (DRIVECO) síðan í september 2014. Frá þeim tíma hafa rúmlega 8.000 bifreiðar búnar mælibúnaði ekið rúmlega 497.000 reynsluakstra – samtals yfir 7,2 milljónir kílómetra – og er meðal aksturstími án bensínvélarinnar 53,8%.*

Þá hefur Center for Automotive Research and Evolution (CARe) innan University Guglielmo Marconi í Róm ásamt ENEA (Italian National Agency for New Technologies, Energy and Sustainable Economic Development) gert yfirgripsmiklar rannsóknir á Prius og Yaris Hybrid í blönduðum akstri – árið 2016 (CARe) og 2017 (CARe & ENEA) – og voru niðurstöðurnar úr þessum tveimur rannsóknum í takti við það sem fram kemur í mælingum DRIVECO – og reyndar ívið betri.

*Meðaltal frá september 2014 til júlí 2018

Meira um Toyota

Toyota Yaris Toyota Yaris Veldu þér skemmtilegt aksturslag með Toyota Yaris. The new Toyota Camry Hybrid The new Toyota Camry Hybrid The most refined hybrid Ný Toyota Corolla Ný Toyota Corolla Hún er komin aftur Vetni fyrir alla Vetni fyrir alla Kynntu þér eldsneyti samgangna framtíðarinnar. Við kynnum vetni. Eldsneyti framtíðarinnar.
Köku stillingar

Við notum kökur á vefsíðunni okkar til að þjóna þér betur og til að upplifun þín sé sem best.  Ef þú vilt kynna þér frekar köku stillingarnar þá getur þú gert það hér - skoða stillingar.