Toyota er stolt af því að bera titilinn Umhverfisfyrirtæki ársins 2018, en það eru Samtök atvinnulífsins sem standa fyrir valinu. Toyota leggur mikið upp úr því að fara umhverfisvænustu leiðina í allri starfsemi og hefur einsett sér að vera í fararbroddi fyrirtækja á sviði umhverfismála hér á landi. Með því að rýna í umhverfisstjórnkerfi okkar árlega og setja okkur ný markmið í framhaldinu, þróum við og bætum umhverfismál okkar.
Við höfum einsett okkur að vera í fararbroddi fyrirtækja á sviði umhverfismála og til að ná því höfum við tekið upp ISO 14001 staðalinn fyrst bílaumboða hér á landi.