Hver er munurinn á hybrid
og Toyota Hybrid?

Algengar spurningar
50% rafdrifinn

Allir Toyota Hybrid bílar hafa bensínvél og rafmótor. Toyota Hybrid bílar geta keyrt á báðum orkugjöfum í einu eða í sitthvoru lagið óháð hvor öðrum.

Í sumum Hybrid bílum virkar rafmótorinn einungis til stuðnings við bensínvélina, til dæmis við að taka af stað, bílinn getur þá ekki stuðist einungis við rafmótorinn við keyrslu líkt og Toyota Hybrid heldur þarf að notast við báðar vélar.

Víðtækar mælingar í Evrópu sýna að Toyota Hybrid bílar séu að meðaltali með slökkt á bensínvélinni í 53,8% aksturstímans, sjá meira, og keyra því einungis á rafmagni á yfir helming tímans.