Hvernig virkar Toyota Hybrid?

Kynntu þér málið

Toyota kynnti Hybrid tæknina fyrst fyrir heiminum árið 1997 með Toyota Prius. Í dag keyra yfir 12 milljónir ökumanna um allan heim á Toyota Hybrid bílum. Við höfum þróað og bætt Hybrid bílana okkar seinustu 20 ár og bjóðum stolt upp á úrval af flottum, kraftmiklum sem og hagkvæmum Hybrid bílum sem henta þínum lífstíl.

50% tímans á rafmagni
án þess að stinga í samband

Í Toyota Hybrid kerfinu vinna rafmagns- og bensínvélin saman að því að tryggja umhverfisvænan og sparneytin akstursmáta. CO2 útblástur Toyota Hybrid bíla er töluvert minni samanborið við samskonar hefðbundin bensínbíl. Rannsóknir sýna að Toyota Hybrid bílar, þeir sem keyrðir eru í Evrópu aka að meðaltali yfir 50% af tímanum án þess að notast við bensínvélina. Sjá nánar. 

Í samstarfi Toyota við Kolvið er akstur allra nýrra Hybrid bíla kolefnisjafnaður. Sjá nánar. Þar sem að Toyota Hybrid bílarnir eru sjálfhlaðandi getur þú því notið þess að aka Sporlaust á Hybrid án þess að þurfa að stinga í samband.

Spurðu Toyota Hybrid

Algengar spurningar

Sporlaus á nýjum Hybrid

Toyota er annt um umhverfið og tekur tillit til umhverfismála í allri starfsemi. Samstarf við Kolvið er meðal verkefna Toyota á Íslandi til að leggja sitt á vogarskálarnar. Með samstarfinu býður Toyota á Íslandi viðskiptavinum sínum sem kaupa nýjan Hybrid bíl að kolefnisjafna akstur sinn að fullu til að stuðla að betra umhverfi.
 
Njóttu þess að aka sporlaust á nýjum Hybrid.


Kynntu þér málið

/