Er hægt að reiða sig á Hybrid til lengri tíma?

Algengar spurningar
Tækni sem þú getur treyst

Toyota hefur þróað Hybrid þekkingu sína í yfir 20 ár. Hybrid rafhlaðan er hönnuð til þess að endast líftíma bílsins og fyrstu kynslóðar Prius er lifandi sönnun þess, en það má finna fyrstu kynslóðar Priusa á götunni sem hafa komist milljón kílómetra á sömu rafhlöðunni og sömu vél.

Fyrir algjöra hugarró þá er 7 ára ábyrgð á Hybrid rafhlöðunni eða 200.000 km sem með árlegu Hybrid heilsufarstékki framlengist upp í 10 ár.