Markmið Toyota er að skapa gott vinnuumhverfi svo starfsmönnum líði vel að koma til vinu hvern dag. Þeir þættir sem stuðla að því eru meðal annars:
- Alþjóðleg ISO umhverfisvottun
- Toyota hefur fengið faggilda vottun samkvæmt hinum alþjóðlega ISO 14001 umhverfisstaðli, fyrst íslenskra bílaumboða. Staðallinn er stöðugt ferli sem allir starfsmenn tileinka sér til að tryggja bestu nýtingu auðlinda með það að leiðaljósi að lágmarka umhverfisáhrif.
- Umhverfis- & gæðastjórar
- eru starfandi í hverri deild og sjá um að umhverfisstefnu og öryggismálum starfsmanna sé fylgt eftir í hvívetna.
- Áhættumat
- Öryggisnefnd Toyota kemur að gerð áhættumats sem framfylgir reglugerðum vinnueftirlitsins um áhættumat starfa. Meðal annars er farið yfir hlífðarbúnað, tæki og búnað og umhvefisþætti í vinnuumhverfi.
- Vinnuaðstaða
- Aðstaðan hjá Toyota í Kauptúni er glæsileg. Húsnæðið er stórt og opið, með vítt til veggja og mikla lofthæð, lofræstikerfi og lýsing er góð og hljóðdempun er í loftum. Mikið er haft fyrir því að halda starfsumhverfinu hreinu og snyrtilegu.
- Þjálfarinn
- Tryggir að starfsmenn fái kynningu og þjálfun í öryggismálum. Hægt er að lesa meira um þjálfarann hér.
- Áætlun gegn einelti
- var samþykkt af stjórn Toyota í nóvember 2011 og í kjölfarið var starfsfólki gert ljóst að hvers kyns einelti eða áreitni er óheimil og muni ekki líðast hjá Toyota.