1. Um Toyota
  2. Að starfa hjá Toyota
  3. Stefnur

STEFNUR

AÐ STARFA HJÁ TOYOTA
Toyota er umhugað um heilsu starfsmanna sinna. Stefnur Toyota skiptast í heilsuvernd, vinnuvernd og jafnréttisstefnu. Stefnurnar stuðla að betri líðan sem gefa betri og jákvæðari starfsfólk sem að lokum skilar sér í betri þjónustu til viðskiptavina okkar.

HEILSUVERND

Toyota vill leggja sitt af mörkum til að stuðla að bættri líðan starfsfólks og býður meðal annars upp á:

Fríar bólusetningar
- Boðið er uppá bólusetningu gegn inflúensu einu sinni á ári.

Krabbameinsskoðun
- Toyota greiðir fyrir starfsfólk eina krabbameinsskoðun á ári.

Líkamsræktarstyrk
- Markmið styrksins er að starfsfólk sjái hvatningu í því að stunda holla og góða hreyfingu sem eykur líkur á betri líðan líkamlega og andlega.

Líkamsræktarsal
- Starfsfólk hefur aðgang að líkamsræktarsal Toyota ásamt búningsherbergi með sturtuaðstöðu.

Trúnaðarlækni
- Hlutverk trúnaðarlæknis er meðal annars að veita starfsfólki ráðgjöf varðandi egin heilsufarsvandamál og gæta hagsmuna starfsfólks.

Niðurgreiðslu á sálfræði og geðlækniskostnaði
- Toyota gefur starfsfólki sínu kost á að sækja tíma hjá sálfræðingi eða geðlækni ef upp koma aðstæður í lífi þeirra þar sem þeir þarfnast ráðgjafar faglærðs aðila.

 

VINNUVERND

Markmið Toyota er að skapa gott vinnuumhverfi svo starfsfólki líði vel að koma til vinnu hvern dag. Þeir þættir sem stuðla að því eru meðal annars:
 

Alþjóðleg ISO umhverfisvottun
- Toyota hefur fengið faggilda vottun samkvæmt hinum alþjóðlega ISO 14001 umhverfisstaðli, fyrst íslenskra bílaumboða. Staðallinn er stöðugt ferli sem allir starfsmenn tileinka sér til að tryggja bestu nýtingu auðlinda með það að leiðaljósi að lágmarka umhverfisáhrif.

Umhverfis- & gæðastjórar
- eru starfandi í hverri deild og sjá um að umhverfisstefnu og öryggismálum starfsmanna sé fylgt eftir í hvívetna.

Áhættumat
- Öryggisnefnd Toyota kemur að gerð áhættumats sem framfylgir reglugerðum vinnueftirlitsins um áhættumat starfa. Meðal annars er farið yfir hlífðarbúnað, tæki og búnað og umhvefisþætti í vinnuumhverfi. 

Vinnuaðstaða
- Aðstaðan hjá Toyota er glæsileg. Húsnæðið er stórt og opið, með vítt til veggja og mikla lofthæð, lofræstikerfi og lýsing er góð og hljóðdempun er í loftum. Mikið er haft fyrir því að halda starfsumhverfinu hreinu og snyrtilegu. 

Þjálfarinn
- Tryggir að starfsmenn fái kynningu og þjálfun í öryggismálum. Hægt er að lesa meira um þjálfarann hér.

Áætlun gegn einelti
- var samþykkt af stjórn Toyota í nóvember 2011 og í kjölfarið var starfsfólki gert ljóst að hvers kyns einelti eða áreitni er óheimil og muni ekki líðast hjá Toyota.

JAFNRÉTTISSTEFNA

Jafnréttisstefna Toyota er byggð á gildum Toyota Way og styður við það markmið fyrirtækisins að vera eftirsóknarverður vinnustaður. Allir skulu hafa jöfn tækifæri til að nýta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kyni. Í jafnréttisáætluninni eru sett fram markmið og aðgerðir sem lúta að ákvæðum jafnréttislaga sem varða innra starf fyrirtækisins.
 

Launajafnrétti
- Við ákvörðun launa skal haft að leiðarljósi að kynjum skuli ekki mismunað.  Þeim skulu greidd jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf ef hæfni, starfsreynsla og menntun er sú sama.  Þau skulu einnig njóta sömu kjara hvað varðar þóknun, beina og óbeina.  Starfskjör sem metin eru til fjár eins og t.d. lífeyris-orlofs og veikindaréttur felur ekki í sér mismunun.       

Toyota á Íslandi hefur hlotið jafnlaunavottun skv. jafnlaunastaðli IST 85:2012

Laus störf, starfsþjálfun og starfsþróun
- Við ákvörðun stöðuveitinga í laus störf skal tryggt að umsækjendum sé ekki mismunað vegna kyns.  Allir umsækjendur hafa  jafnan rétt til vinnu hjá félögunum og skal ráðning ávallt ráðast af hæfasta umsækjandanum m.t.t hæfni, menntunar og reynslu.

Samræming á milli fjölskyldulífs og starfs
- Reynt skal eftir fremsta megni að mæta þörfum starfsfólks hvað varðar að samræma skyldur sínar gagnvart fjölskyldu og starfi með sveigjanleika á umsömdum vinnutíma, þar sem því verður við komið.  Taka skal tillit jafnt til fjölskylduaðstæðna starfsfólks sem og þarfa fyrirtækisins. 

Vellíðan á vinnustaðnum
- Toyota starfar eftir gildum The Toyota Way (Áskorun, Stöðugar framfarir, Þekkingarleit, Virðing og Samvinna) sem rammar inn vinnustaðamenningu félaganna.  Á vinnustaðnum skal ávallt komið fram við starfsfólk af virðingu og einnig skal starfsfólk sýna hvert öðru virðingu og kurteisi í samskiptum sem og viðskiptavinum Toyota. Einelti, ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni verða undir engum kringumstæðum liðin á vinnustaðnum.