1. Upplysingar
 2. FYRRA TOYOTA MYT APPIÐ FAQ

Algengar spurningar

FYRRA TOYOTA MYT APPIÐ

Ef þú kaupir notaðan Toyota bíl sem styður tengdar þjónustur MyT appsins geturðu kveikt á þeim í MyT appinu að því gefnu að þú getir sýnt fram á að þú hafir aðgang að bílnum (með því að færa inn ekna kílómetra eða skanna QR-kóða). Farðu til söluaðilans til að færa eignarhald á bílnum yfir á þitt nafn til þess að njóta allra eiginleika appsins.

Ef þú vilt bæta bíl við MyT aðganginn þinn smellirðu á bílskúrstáknið efst til hægri í hlutanum „Car“ (bíll).

Til að eyða bíl opnarðu hlutann „Car“ (bíll) og flettir til hægri. Smelltu á „Car Settings“ (stillingar bíls) og flettu svo niður til að eyða bílnum.

Þú þarft að aka minnst tvær ökuferðir á meira en 10 km hraða á klukkustund til að ljúka við virkjunina. Að því loknu eru tengdar þjónustur MyT appsins virkjaðar og sýnilegar í appinu.

Í MyT appinu þarftu fyrst að velja bílinn þinn í bílskúrnum og smella svo á „Connected Services Center“ (Tengdar þjónustur). Undir flipanum „Í boði“ velurðu „Tengdar þjónustur“ og fylgir svo leiðbeiningunum til að virkja þær þjónustur sem eru í boði fyrir bílinn þinn.

Ef einn eða fleiri tengdir bílar í bílskúrnum hafa ekki enn verið virkjaðir færðu beiðni á upphafsskjámyndinni um að virkja Tengdar þjónustur í hvert skipti sem þú skráir þig inn í forritið. Ef þú sleppir þessu skrefi geturðu engu að síður virkjað þær seinna með því að fylgja skrefunum hér að ofan.

Ef þú vilt slökkva tímabundið á þjónustum MyT appsins geturðu kveikt á persónuverndarstillingunni til þess að slökkva á GPS-virkninni. Strjúktu til hægri í hlutanum „Car“ (bíll), smelltu á „Car Settings“ (stillingar bíls) og kveiktu svo á „Privacy Mode“ (persónuverndarstilling).


Ef þú vilt hætta varanlega að nota þjónustur MyT í MyT appinu skaltu fyrst velja tiltekinn bíl í bílskúrnum, smella svo á „Connected Services Center“ (Tengdar þjónustur), velja flipann „Active“ (virkt) og svo „Tengdar þjónustur“. Fylgdu leiðbeiningunum til að slökkva á þjónustunni.

MyT appið gerir þér kleift að tengjast bílnum þínum hvar sem þú ert. Þú getur skipulagt ökuferðir, fundið hvar þú lagðir bílnum, fengið upplýsingar um hvenær tími er kominn á viðhald, skoðað gögn bílsins og fengið mikilvægar tilkynningar um bílinn.

Röð með fimm táknum frá vinstri til hægri vísar í:  bílahluta – þjónustuhluta – tilkynningamiðstöð – hjálparhluta – aðgangsstillingar.

Þú getur nálgast tengdar þjónustur hvenær sem er. Gögn um bílinn eru send í appið þegar slökkt er á vélinni. Þú getur skoðað upplýsingar um síðustu ökuferð eftir að slökkt hefur verið á vélinni. Farsímagagnatenging þarf að vera til staðar til að senda gögn.

Flestir eiginleikarnir eru í boði í bæði MyT appinu og í Mínum síðum / á persónulegu svæði (vefsvæði) með sömu innskráningarupplýsingunum. Munurinn er að notkunin er ólík.

MyT appið er aðallega til að halda stöðugri tengingu við bílinn þinn, en á Þínum síðum geturðu sótt ítarlegri skýrslugerð, sótt notendahandbækur og virkjað margmiðlunareiginleika (kortauppfærslur, Wi-Fi pakka o.s.frv.)

MyT tengdar þjónustur eru í boði í eftirfarandi Toyota-bílum:

• Yaris (frá og með júní 2021)
• Yaris Cross
• C-HR (frá og með október 2019)
• Corolla Hatchback og Touring Sports (frá og með janúar 2019)
• Corolla Sedan (frá og með nóvember 2020)
• RAV4 (frá og með nóvember 2018)
• Camry (frá og með janúar 2019)
• Highlander (frá og með október 2020)
• Mirai (frá og með nóvember 2020)
• Hilux (frá og með ágúst 2021 – fer eftir útfærslu)

 

Hafðu samband við söluaðila til að fá frekari upplýsingar um hvort að bíllinn þinn styðji notkun tengdra þjónusta.

Neðst á yfirlitsstikunni skaltu smella á hjálparsíðutáknið (talblöðrutáknið) og smella svo á „How do you like MyT?“ (hvað finnst þér um MyT).

Opnaðu iOS App Store eða Google Play Store og leitaðu að „MyT app“. Því næst geturðu hlaðið því niður, þér að kostnaðarlausu.

Þegar þú kveikir á "einkahamur" slekkurðu á GPS-virkni og við getum ekki rakið staðsetningu bílsins. Stilling er í boði í MyT appinu undir „Car Settings“ (bílstillingar). Strjúktu til hægri í bílahlutanum og smelltu svo á „Car Settings“. Þar er hægt að kveikja og slökkva á Stillingunni.

Ef bíllinn er búinn Smart Connect-kerfinu geturðu aðeins séð stöðu einkahams í forritinu. Kveikja og slökkva þarf á henni í margmiðlunarkerfi bílsins.

Söluaðilinn þinn þarf að staðfesta hver þú ert til að tryggja að óviðkomandi geti ekki nálgast persónuupplýsingar viðskiptavina Toyota.


Þú ert beðin(n) um að heimsækja söluaðilann vegna þess að það er forgangsatriði hjá Toyota að vernda persónuupplýsingar viðskiptavina.

Fjarlægðu bílinn af MyT aðgangnum þínum. Ekki segja upp aðgangnum þínum því að hægt verður að bæta öðrum Toyota bílum sem þú kannt að eignast við aðganginn. Ekki gleyma að tilkynna nýjum eiganda bílsins að bíllinn sé búinn MyT þjónustu.

Þjónustur MyT appsins stöðvast ef verksmiðjunúmer (VIN) bílsins er fjarlægt af aðgangnum.

Smelltu á táknið fyrir aðganginn neðst til hægri á yfirlitsstikunni til að gera breytingar á prófílstillingum.

Aðgangurinn er sameiginlegur MyT appinu og Mínum síðum/svæðinu þínu. Í báðum þessum kerfum er hægt að stofna aðgang á innskráningarskjámyndinni. Eftir að aðgangur hefur verið stofnaður færðu virkjunartölvupóst sem þú þarft að staðfesta áður en þú færð aðgang og getur bætt við bílnum/bílunum þínum.

Smelltu á hjálpar- og stuðningshlutann á valmyndastikunni. Þar geturðu smellt á hnappinn „Contact Toyota“ (hafa samband við Toyota). Eftir það er hægt setja upp kjörsöluaðila.

  

Hybrid þjálfun kennir þér hvernig þú getur bætt aksturinn, út frá fyrri ökuferðum, til að gera þér kleift að nýta EV-stillinguna sem best til að draga úr eldsneytisnotkun og umhverfisáhrifum.

Já, á völdum gerðum. Í hlutanum „Car“ (bíll) geturðu séð eldsneytisstöðuna sem % af heildarrúmtaki tanksins.

Já, á völdum gerðum er hægt að sjá stöðu hurða, glugga, farangursgeymslu, ljósa og snjalllykils.

Opnaðu hlutann „Car“ (bíll) til að athuga stöðuna. Ef bíllinn er ólæstur sést lástáknið sem ólæst og merkt með rauðum punkti.

Ef smellt er á lástáknið birtist mynd af bílnum sem sýnir stöðu dyra og glugga hans. 

Listi yfir studdar gerðir:
• Yaris (frá og með júní 2021)
• Yaris Cross
• Corolla Hatchback og Touring Sports (frá og með ágúst 2020)
• Corolla Sedan (frá og með nóvember 2020)
• RAV4 (frá og með ágúst 2020)
• Camry (frá og með febrúar 2021)
• Highlander (frá og með október 2020)
• Mirai (frá og með nóvember 2020)

Í hlutanum „Car“ (bíll) gefur lástákn til kynna hvort bíllinn er læstur eða ólæstur. Þegar þú smellir á þetta tákn birtist mynd af bílnum þar sem þú getur athugað stöðu hans.

Ýttu á hnappana til að athuga stöðu hvers atriðis. Neðst á skjánum er hnappur til að læsa / taka bílinn úr lás með fjarstýringu.

 

Hafðu í huga að þú getur ekki:
- læst bílnum ef dyr eru opnar og/eða ef snjalllykillinn er inni í bílnum
- tekið bílinn úr lás ef þjófavörnin er virk eða bílnum var læst handvirkt með lykli

Það ræðst af útfærslunni. Hægt er að leita að Yaris (frá og með júní 2021) og Yaris Cross á þéttsetnum bílastæðum með því að kveikja á hættuljósum bílsins með fjarstýringu.


Í MyT appinu opnarðu skjámyndina „Find My Car“ (finna bílinn minn). Þar geturðu smellt á „Spot My Car“ (auðkenna bílinn minn) til að kveikja á hættuljósum bílsins til að þú eigir auðveldara með að finna hann.
Hættuljósin haldast virk í 30 sekúndur. Að 30 sekúndum liðnum þarf að kveikja aftur á „Spot My Car“.

Eiginleikinn „Share to Car“ (senda í bíl) gerir þér kleift að undirbúa ferðina fyrirfram með því að leita að leiðsögn í fartækinu þínu og senda hana síðan í bílinn. Hafðu í huga að þetta krefst þess að bíllinn sé með leiðsögukerfi og að hann hafið verið skráður á Þínar síður.

Til að virkja „Share to Car“ skaltu fylgja leiðbeiningunum í MyT appinu eða í Þínum síðum á toyota.is.

Þú getur notað eiginleikann „Share to Car“ (senda í bíl) í MyT appinu til að skipuleggja leiðina. Hafðu í huga að til að gera þennan eiginleika virkan þarftu fyrst að tengja bílinn við MyT aðganginn þinn á þínum síðum.

 
Að því loknu opnarðu þjónustuflipann í MyT appinu og velur „Share to Car“. Smelltu á „where“ (hvert) og sláðu inn áfangastað. Með því að smella á hnappinn „+“ er hægt að búa til ferð með allt að níu stoppum og endanlegum áfangastað. Ýttu síðan á „send to car“ (senda í bíl).


Þegar í bílinn er komið skaltu ganga úr skugga um að þú sért með Wi-Fi tengingu (auðveldast er að nota Bluetooth-tjóðrun snjallsímans). Þegar búið er að nettengja bílinn er hægt að sækja ferðina.
Fyrirfram skipulagða ferðin þín verður aðgengileg undir „Favourites“ / „Favourite destinations“ (eftirlæti / eftirlætisáfangastaðir) í margmiðlunarkerfinu.

Hita- og loftstýringin er í boði í völdum gerðum bíla og hægt er að virkja hana með MyT appinu til að kæla/hita innanrými bílsins. 

Notandinn getur valið tímann (10, 15 eða 20 mín.) sem hita- og loftstýringin á að ganga, en það ræðst af gerð og útfærslu bíls. Þegar kveikt er á hita- og loftstýringunni sýnir MyT appið hversu langt er eftir af forstillta tímanum.

Hafðu í huga að vél bílsins fer í gang þegar þú kveikir á Basic Climate. Einnig er kveikt á öllum aukastillingum sem notaðar voru í síðustu ökuferð (áður en drepið var á vélinni) (t.d. hitastillingu, sætishitara, útvarpi o.s.frv. ...).  

Þessi eiginleiki er aðeins í boði fyrir valdar gerðir. Ef þú ert með MyT appið uppsett í snjallsímanum og hefur virkjað vöktunartilkynningar færðu tilkynningu (5–15 mín.* eftir að ferðinni lýkur) um:
 

 • opinn/opna glugga
 • ólæstar dyr
 • opna sóllúgu  
 • snjalllykil sem skilinn er eftir í bílnum
 •  kveikt aðalljós

 

Listi yfir studdar gerðir:

 

 • Yaris (frá og með júní 2021)
 • Yaris Cross
 • Corolla Hatchback og Touring Sports (frá og með ágúst 2020) 
 • Corolla Sedan (frá og með nóvember 2020)
 • RAV4 (frá og með ágúst 2020)
 • Camry (frá og með febrúar 2021)
 • Highlander (frá og með október 2020)
 • Mirai (frá og með nóvember 2020)
 • Hilux (frá og með ágúst 2021 – fer eftir útfærslu)


* tíminn fer eftir farsímafyrirtækinu

Opnaðu stjórnborðið „Services“ (þjónusta) og veldu „Hybrid Driving Coach“ (Hybrid akstursþjálfun) (fyrir Hybrid bíla) eða „Driving Analytics“ (talnagögn um akstur) (fyrir bíla sem ekki eru Hybrid bílar). Veldu flipann „All Trips“ (allar ferðir) til að sjá fyrri ferðir og smelltu svo á ferð til að sjá viðkomandi talnagögn um akstur. Þú getur einnig fundið upplýsingar um síðustu ökuferð á stjórnborðinu „Home“ (upphafsskjár).

MyT-forritið er stutt í:


- iOS-tækjum með útgáfu 11.0 eða nýrri
- Android-tækjum með útgáfu 6.0 eða nýrri en ekki frá vörumerkinu Huawei (Huawei setti á markað eigið stýrikerfi, HarmonyOS, í júní 2021)

Neðst til vinstri á innskráningarskjámynd appsins eða neðst á stillingavalmyndinni.

Gakktu úr skugga um að kveikt sé á „Smart entry & start system“ (lyklalaus opnun og ræsing) í margmiðlunarkerfi bílsins. Ef slökkt er á eiginleikanum mun MyT appið alltaf greina snjalllykilinn þinn inni í bílnum.