1. Um Toyota
  2. Að starfa hjá Toyota
  3. Þjálfarinn

AÐ STARFA HJÁ TOYOTA

ÞJÁLFARINN

Þjálfarar hjá Toyota Kauptúni gegna mikilvægu hutverki þegar kemur að móttöku nýrra starfsmanna. Nýir starfsmenn sem hefja störf hjá Toyota Kauptúni fá úthlutaðann þjálfara og er hlutverk hans að þjálfa nýja starfsmanninn upp í starfið með markvissum hætti sem og kynna fyrir honum fyrirtækið og starfsumhverfið.

 
 
 

Markmið þjálfarans

 
  1. Að tryggja að nýjum starfsmanni líði sem best fyrstu dagana í starfi. 
  2. Stuðla að því að nýr starfsmaður aðlagist starfi sínu og fyrirtækinu fljótt og vel.  
  3. Nýr starfsmaður finni eins fljótt og auðið er til öryggis gagnvart vöru og þjónustu sem fyrirtækið veitir.  
  4. Skapa jákvæð tengsl við vinnustaðinn frá byrjun.  
  5. Lækka starfsmannaveltu sem að jafnaði er mest á fyrstu mánuðunum í starfi.  
  6. Stytta tímann sem starfsmenn og stjórnendur þurfa að verja í að upplýsa nýjan starfsmann um starfið og fyrirtækið.