1. Bílar
  2. Performance

Rafmögnuð tilfinning

bZ4X veitir hreina akstursánægju. Lár þyngdarpunktur og frábært aldrif þýðir að bZ4X býður upp á frábæran stöðugleika og einstaka aksturseiginleika. Hannaður til að fara fram úr væntingum, bZ4X býður upp á óaðfinnanlega akstursupplifun – í hvaða skilyrðum sem er.

Allir vegir færir

Með XMODE-hnappinum flettir þú í gegnum mismunandi stillingar fyrir hvaða akstursaðstæður sem er. bZ4X getur tekist á við hvað sem er, hvort sem er snjó og leðju eða háa skafla og aur. Bíllinn er einstaklega auðveldur í notkun og þú gengur að öruggum akstri vísum, hvernig sem viðrar og hvert sem leiðin liggur.

Óviðjafnanlegir aksturseiginleikar

Toyota bZ4X býður upp á ótrúlegan stöðugleika og stjórn, þökk sé lágri þyngdarmiðju, frábæru jafnvægi í þyngd framan og aftan og stífri yfirbyggingu. Með þvi að ýta á hnappinn fyrir akstur með einu fótstigi eykur þý endurheimt hemlunarorku og virkjar inngjöf og hemlun með inngjafarfótstiginu einu saman.

Nýtin hitastjórnun

Miðstöðvarkerfið í bZ4X er mjög hagkvæmt og nýtið. Í bílnum er nýtin varmadæla sem notar mjög litla orku sem veitir aukna drægni. Varmadælan notar varma úr andrúmsloftinu til að hita bílinn sem tryggir að hægt er að hita og kæla bílinn í krefjandi aðstæðum þrátt fyrir að nota mun minni orku en venjuleg miðstöðvarkerfi.

Rafknúið drif. Tilfinningaríkur akstur

Njóttu frelsisins til að aka hvert sem hugurinn girnist. Hönnun Toyota bZ4X byggir á áratuga reynslu af þróun rafhlöðutækni og útkoman er bíll sem getur ekið allt að 500 km* á einni hleðslu. Það dugar í áhyggjulausan akstur fyrir nánast allar gerðir ferða. Hraðhleðsla á hleðslustöð með 150 kW hraðhleðslukerfi býður upp á allt að 80% hleðslu á um 30 mínútum** . Það er gott en best er þó að aka um án útblástursins.

*WLTP-prófun. Drægi er mismunandi á milli útfærslna, aflrása og akstursskilyrða hverju sinni.
**Háð kröfum á hverjum stað