1. customer
 2. myt-info

FINNA BÍLINN MINN

 • Í gegnum MyToyota appið (eða í gegnum mínar síður á vefnum) getur þú séð staðsetningu bílsins þíns. Í þeim bílum sem það er í boði þá senda þeir frá sér gögn um staðsetningu á þeim tíma sem þú drepur á bílnum þínum eða lifandi gögn.
 • Þú getur séð á korti hvar bílnum þínum er lagt, ásamt götuheiti og númeri (ef í boði) og á hvaða tíma bílnum var lagt. Þú getur virkjað leiðsögn (leiðarlýsingu) að bílnum þínum (séð vegalengdina og tímann sem tekur að ganga að honum) í MyToyota appinu eða öðrum öppum (t.d. Google Maps, Apple Maps, o.fl).
 • Ef Toyota ökutækið þitt er búið búnaði sem leyfir aðgang og notkun netaðgangsþjónustunnar er staðsetning Toyota ökutækisins þíns send oft á meðan á akstri stendur, sem gerir þér kleift að deila lifandi staðsetningu ökutækis þíns með öðrum. Með því að stilla á deilingu lifandi staðsetningar getur þú valið þá tengiliði sem þú vilt deila staðsetningu þinni með og hversu lengi. Samfélagsmiðla auðkenni þitt gæti verið notað til að virkja þennan eiginleika.

DEILA TIL BÍLS

 • Ef Toyota bíllinn þinn er búið tengdu leiðsögukerfi geturðu skipulagt ferðina þína eins og þú vilt í MyToyota appinu og síðan sent það í bílinn. Þú getur stillt áætlaðan upphafstíma eða áætlaðan komutíma. Leiðarútreikningurinn mun spá fyrir um líkleg umferðarskilyrði á þeim tíma og gefa til kynna ferðatímann í samræmi við það. Þú getur skoðað ferðirnar sem þú hefur sent, breytt þeim og sent aftur í bílinn þinn. Þú getur bætt við valkvæðum stöðum sem vekja áhuga þinn á leiðinni á áfangastað. Viðbótarupplýsingar um tengingu og notkun á leiðsögutæki í bílnum þínum eru fáanlegar í notendahandbók Toyota bílsins þíns eða á MyToyota mínum síðum.

AKSTURSGÖGN

 • Þú getur skoðað gegnum MyToyota appið (eða í gegnum MyToyota mínar síður) skrár yfir akstursstíl/hegðun þína út frá gögnum um landfræðilega staðsetningu, gíró- og G-skynjara, kílómetrafjölda og eldsneytisnotkunarupplýsinga. Þær skrár verða aðgengilegar fyrir hverja ferð. Þú getur merkt hverja einstaka ferð sem annað hvort „Privat“ eða „Business“ og búið til skýrslu þar sem þú getur séð atburði eins og t.d. snögga hemlun og harða hröðun, með tíma þeirra og staðsetningu.

ÞJÓNUSTU ÁMINNING

 • Byggt á kílómetrastöðu bílsins þíns munum við láta þig vita af væntanlegum þjónustum eða viðhaldi. Þessar áminningar eru settar upp í þínu landi þar sem þú ert áskrifandi að þjónustunni og getur framboð og/eða nákvæmni verið mismunandi eftir löndum. Þegar þú færð áminningu muntu geta pantað tíma hjá viðurkenndum þjónustuaðila að eigin vali. Við mælum með því að þú sért með skráðan "þinn þjónustuaðila" í gegnum MyToyota aðganginn þinn. Ef þú missir af fyrstu áminningu þá gætum við sent þér aðra. 
 • Þú berð samt sem áður ábyrgð á því að fara með bílinn þinn í þær þjónustuskoðanir og viðhald sem honum ber að mæta í. Þó svo við sendum þessar tilkynningar frá okkur þá leysir það eigandann ekki undan ábyrgðinni að mæta með bílinn í þær þjónustuskoðanir sem honum ber.

ÁREKSTRAR AÐSTOÐ

 • Þessi þjónusta er í boði en er mismunandi eftir því hvaða búnaður er í bílnum þínum. Ef þessi þjónusta er í boði í þínum bíl þá eru ákveðnir skynjarar sem eru tengdir kerfi bílsins sem skynja högg á bílinn. Ef höggið sem bíllinn verður fyrir er þyngra en "alvarleikaþröskuldur" tækisins segir til um þá fáum við tilkynningu um höggið/áreksturinn. Slíkum upplýsingum gæti verið deilt með vegaaðstoðinni sem Toyota býður upp á í þínu landi og gæti fyrirtækið sem sér um vegaaðstoðina mögulega haft samband við þig til að bjóða þér aðstoð byggða á þeim gögnum sem tækið sendi frá sér um alvarleika/höggþunga árekstursins, út frá þeim reglum sem gilda í þínu landi. Vegaaðstoðin mun hafa samband við þig með því að nota persónuupplýsingarnar þínar sem eru aðgengilegar í MyToyta aðgangi þínum. Neyðartengiliði þínum (ef einhver er) sem skráður er í MyToyota aðganginum gæti einnig verið gert viðvart með hliðsjón af stefnu vegaaðstoðar fyrirtækisins. Ef vegaaðstoðin nær ekki sambandi við þig (t.d. ef þú getur ekki brugðist við) eða neyðaraðstoðartengiliðinn þinn getur vegaaðstoðin út frá sinni stefnu um alvarleika árekstursins ákveðið að hafa samband við sjúkrabíl eða lögreglu. Þú og neyðar tengiliðillinn þinn hafið alltaf val um að þiggja eða synja vegaaðstoðinni.
 • Við ábyrgjumst á engan hátt það framboð eða gæði þeirrar neyðaraðstoðar sem við gætum veitt þér. Hvorki er hægt að gera vegaaðstoðina né TME ábyrg fyrir mögulegum misbresti sem gæti orðið við að kalla til neyðaraðstoð eða lögreglu, né fyrir töfum eða mistökum því tengdu.
 • Vinsamlegast athugaðu að ef þú virkjar „persónuverndarstillingu“ (Einkaham) í gegnum MyToyota appið og/eða á mínum síðum (þ.e. þú hindrar okkur í að nota landfræðilega staðsetningu bílsins), munum við ekki geta fundið bílinn þinn ef árekstur á sér stað og þessi þjónusta mun ekki virka (vinsamlegast skoðaðu notkunarskilmála tengda þjónustu og persónuverndartilkynningu tengdra þjónustu fyrir frekari upplýsingar um persónuverndarstillingu).
 • Í ákveðnum tilfellum verður lögboðin neyðarsímtalsaðgerð virkjuð: Athugaðu að Toyota ökutækið þitt mun sjálfkrafa láta neyðarþjónustu í því landi sem bíllinn þinn er staðsettur vita ef árekstur á sér stað sem virkjar loftpúða. Þetta kemur til vegna reglugerðar ESB um „eCall“ (reglugerð (ESB) 2015/758 frá Evrópuþinginu og ráðinu frá 29. apríl 2015) eins og hún var sett inn í breska löggjöf með lögum Evrópusambandsins (Withdrawal) 2018.

VIÐVÖRUNARLJÓS

 • MyToyota appið gæti varað þig við ákveðnum viðvörunarmerkjum sem birtast í bílnum þínum, en það fer eftir þeim búnaði sem bíllinn þinn er búin. Þessar viðvaranir endurspegla, en koma ekki í stað, viðvörunarljósa sem birtast á mælaborði/combi-mæli bílsins þíns. Þú ert alltaf sem ökumaður ábyrgur fyrir því að bregðast við viðvörunarljósum í Toyota bílnum þínum.
 • Þessi viðvörunarmerki verða send til Toyota netsins til að veita þér stuðning og aðstoða þig ef viðgerðar er þörf. Með því samþykki sem þú hefur gefið Toyota og MyToyota Appinu, munt þú fá möguleika á að ákveða hvort haft verði samband við þig eða ekki. Vinsamlegast athugaðu að Toyota og Toyota netið ábyrgjast ekki að haft verði samband við þig fyrir fram ef viðvörunarljós kemur upp, þar sem þessi þjónusta fer mjög eftir þínu svæði, framboði og umfangi. Ef um viðvörun er að ræða, vinsamlegast fylgdu leiðbeiningunum í eigandahandbókinni til að fá nánari leiðbeiningar.

ELDSNEYTISSTAÐA

 • Byggt á því hvernig bíllinn þinn er búinn þá mun MyToyota appið sýna hversu mikið eldsneyti er í tankinum á bílnum. Eldsneytismagnið er gefið upp í prósentum af rýmd tanksins. Tilgreint magn er byggt á síðustu gögnum um eldsneytisstöðu sem berast frá Toyota ökutækinu þínu á þeim tíma sem þú drapst á bílnum síðast. Þar af leiðandi gæti verið misræmi á milli eldsneytismagns sem gefið er upp á MyToyota appinu og því eldsneytismagni sem tilgreint er á mælaborði bílsins. Örlítið misræmi gæti einnig átt sér stað, allt eftir því umhverfinu þar sem bílnum er lagt (t.d. útihitastig, halli...). Þú ættir alltaf að taka mið af eldsneytismæli í mælaborði bílsins þíns, Toyota tekur enga ábyrgð ef ófullnægjandi eða ónákvæmar upplýsingar eru sýndar í MyToyta appinu.

HYBRID AKSTURSÞJÁLFUN

 • Þessi þjónusta gerir þér kleift að sjá gegnum MyToyota Appið upplýsingar um frammistöðu þína í hybrid akstri út frá ákveðnum hybrid gildum (EV tíma og hybrid bílstjóra stig).
 • Akstursgögnin verða aðgengileg eftir hverja ferð. Hver ferð er kortlögð og tekur saman rafbílaaksturinn þinn sem og aksturshegðun (hröðun, hemlun og stöðugur hraði) sem eru svo tengd þjálfuninni til að hjálpa þér að draga úr eldsneytisnotkun þinni. Þú getur líka fengið aðgang að uppsöfnuðum gögnum þínum og auðveldlega fylgst með þróun á afköstum hybrid drifsins með tímanum.

FJARSTÝRÐAR AÐGERÐIR

MyToyota appið mun sýna hleðslustöðu og eftirstandandi drægni á Hybrid Plug-in eða rafbílnum þínum, allt eftir því hvaða búnaður er í bílnum þínum.

Sú drægni sem eftir er af rafhlöðunni og tilgreind er í km í appinu gæti verið frábrugðin þeirri drægni sem sýnd er í bílnum. Taktu alltaf mið af þeirri drægni sem sýnd er í mælaborði bílsins.

Toyota tekur enga ábyrgð ef ófullnægjandi eða ónákvæmar upplýsingar eru sýndar í MyToyota appinu. 

Þú getur fjarhitað eða forkælt ökutækið þitt í gegnum MyToyota appið, allt eftir því hvaða búnaður er í bílnum þínum. Byggt á gerð ökutækis þíns gætirðu líka fjar stillt æskilegt hitastig, ræst afþýðingu fram- og/eða aftur rúðu, auk þess geturðu stillt eina eða fleiri tímaáætlanir á forhitun/kælingu fram í tímann á bílnum. Að auki gerir þessi þjónusta þér kleift að fjarstilla tímasettningu hleðslutíma fyrir bílinn þinn.

Þegar þú notar fjarstýringu, gangtu þá úr skugga um að:

 • Að bíllinn sé kjurr og þú hafir skoðað umhverfi bílsins með öryggi í huga. Að það séu engin gæludýr eða fólk í bílnum.
 • Ekki nota fjarstýringuna ef húddið er opið eða ef bíllinn er geymdur innandyra án loftræstingar.
 • Notið þjónustuna aðeins þegar þörf krefur. Berið virðingu fyrir umhverfinu og lágmarkið allan hávaða eða loftmengun.

Vinsamlegast virðið alltaf lög og reglur á þeim stað og því landi sem gætu takmarkað notkun þessarar þjónustu á þínu svæði (til dæmis: sum sveitarfélög og náttúrugarðar).

STAÐA BÍLSINS

Í gegnum MyToyota appið geturðu samstundis athugað stöðu ökutækisins þíns. MyToyota appið mun sýna mismunandi stöður hurða, glugga, sóllúgu, farangurs, ljósa og snjalllykils sem er skilinn eftir inni í bílnum, allt eftir útbúnaði bílsins.

Þú gætir fengið senda tilkynningu 4 mínútum eftir að slökkt er á bílnum. Þetta er til að láta þig vita ef eitthvað er óvenjulegt varðandi stöðu bílsins (Tilkynningaaðgerðin verður að vera virkjuð í stillingum snjallsímans). Þú gætir fengið eina eða fleiri af eftirfarandi tilkynningum:

 • Gluggar opnir (einn eða fleiri gluggar eru opnir)
 • Dyr ólæstar (ef ein eða fleiri dyr eru ólæstar)
 • Topplúga opin
 • Ljósin kveikt (ef fram- eða afturljós bílsins eru kveikt)

LÆST/ÓLÆST

Út frá því hvernig bíllinn þinn er búin þá gætir þú læst og aflæst bílnum með MyToyota appinu í örfáum skrefum.

Athugaðu að þú getur ekki læst bílnum ef:

 • Einhverjar dyr eru opnar
 • Bíllykill er inni í bílnum
 • Þjófavarnarkerfið er á
 • Bíl var læst með lykli

Í öllum þessum tilfellum er ekki mögulegt að læsa með appinu

Eigandi/ökumaður er ábyrgur fyrir því að ganga úr skugga um að engin sé inni í bílnum þegar bílnum er læst með fjarstýringu og ber Toyota enga ábyrgð ef ökumaður sinnir því ekki.

FINNA BÍLINN

Eftir því hvaða búnaður er í bílnum þínum gætir þú á einfaldan hátt fundið bílinn þinn sem lagt er á yfirfullu bílastæði. Notaðu "Finna bílinn" aðgerðina í appinu og hættuljósin byrja að blikka á bílnum. Hættuljósin blikka í 30 sekúndur. Eftir 30 sekúndur geturðu svo aftur notað aðgerðina.