1. Söluaðilar
 2. Toyota Kauptúni
 3. Tjónaskoðun

TJÓNASKOÐUN

TOYOTA KAUPTÚNI

TJÓNASKOÐUN

Það þarf að láta tjónaskoða ökutækið áður en viðgerð getur hafist. Þetta er gert til að leggja mat á kostnað við viðgerðina og til að tryggja að allir varahlutir séu til staðar þegar viðgerð hefst. Jafnframt er ljóst að tryggingafélögin taka sér 24 - 48 tíma til að svara tjónaskoðunum okkar (Cabasskoðunum) og samþykkja þær eða hafna og því mikilvægt að samþykki þeirra liggi fyrir áður en viðgerð hefst. Við biðjum þig því vinsamlegast að koma til okkar í tjónaskoðun a.m.k. 7 dögum fyrir áætlaðan viðgerðardag í Kauptún 6 í Garðabæ til að við getum skoðað bifreiðina.

Til að tryggja að ferli viðgerðarinnar gangi sem allra best viljum við minna þig á eftirfarandi atriði áður en þú kemur með bílinn til okkar í viðgerð:

 • Þú þarf ávallt að leita eftir því hvort bótaskylda sé ákveðin að hluta eða öllu leyti áður en viðgerð hefst og fá upplýsingar um það hjá því tryggingafélagi sem greiðir tjónið. 
 • Þetta þarf að liggja fyrir þannig að hlutdeild þín í viðgerðakostnaði komi þér ekki á óvart.
 • Þú þarft að tryggja að tjónaskýrslur séu tilbúnar og komnar til tryggingafélagsins. Tjónsaðilar þurfa báðir að skila sínu eintaki hvor til síns tryggingafélags.
 • Ef Akstur og öryggi (Árekstur.is) eða lögregla hafa komið á tjónsstaðinn, þarft þú einnig að leita eftir bótaskyldu og hvort tjónið sé tilbúið til afgreiðslu. Þetta gerir þú með því að hafa samband við tryggingafélagið þitt og fá hjá þeim tjónsnúmer.
 • Eigin áhætta þín í kaskótjóni svo og önnur réttingar- og málningarvinna sem unnin er samhliða tjónaviðgerð að þinni beiðni, þarf að greiða við afhendingu að lokinni viðgerð.
 • Kynntu þér leiðbeiningar um afhendingu á bílum á verkstæði Toyota Kauptúni sem er að finna á heimasíðu okkar
 

Bílaleigubíll

 • Ef þú óskar eftir því að við bókum/pöntum fyrir þig bílaleigubíl verður þú að athuga hvort þú eigir rétt á því þar sem tryggingafélagið greiðir, en það er mismundi milli tryggingafélaga. Einnig er fjöldi daga mismunandi milli félaga. Tryggingafélög greiða ekki bílaleigubíl ef tafir verða á viðgerð vegna vöntunar á varahlutum. Aukadagar lenda því á þér.
 • Bílaleigur óska eftir að þú hafir meðferðis kreditkort (ekki fyrirframgreitt kreditkort) og þú verður að hafa með þér ökuskírteini þegar þú sækir bílaleigubílinn.
 • Toyota Kauptúni er einungis milliliður vegna bílaleigubílsins. Bílaleigubeiðnir eru gerðar eftir viðgerðaráætlun okkar en eru ekki endanlegar vegna ófyrirsjáanlegra tafa t.d. í stærri tjónum þar sem frekari skemmdir koma ekki í ljós fyrr en farið er að vinna við bílinn.
 • Þú berð ávallt ábyrgð á bílaleigubílnum, daga og kílómetrafjölda og hugsanlegum tjónum sem verða á bifreiðinni á leigutímanum. Við hvetjum þig til að kynna þér leiguskilmála viðkomandi bílaleigu við upphaf leigu.