LÍFTÍMAÁBYRGÐ Á ÖLLUM MÁLNINGARVIÐGERÐUM TOYOTA KAUPTÚNI
Gæði til framtíðar
Málningar- og réttingarverkstæði Toyota Kauptúni er viðurkennt Sikkens verkstæði sem býður upp á líftímaábyrgð á öllum málningarviðgerðum þar sem Sikkens vörur eru notaðar. Þú vilt að bíllinn líti vel út eins lengi og þú ekur honum. Þess vegna notum við hágæða lakk á yfirbyggingu bílsins sem mun halda gæðum sínum til framtíðar. Ef þú verður var við galla í lakki bílsins í framtíðinni sem tengist viðgerðinni getur þú komið til okkar og við lögum það. Ábyrgðin flyst með bílnum á nýjan eiganda, ef þú selur bílinn.
Líftímaábyrgð Sikkens tryggir þér gæði til framtíðar.
Afgreiðslutími tjónaskoðunnar er eftirfarandi:
Mánudaga - fimmtudaga 08:00 – 17:00 Föstudaga 08:00 – 15:30
Tjónaskoðun og mat fer ekki fram á laugardögum.
Tímapöntun er í síma 570 5000.