Nýr Toyota Yaris Cross | Toyota á Íslandi
  1. Um Toyota
  2. Yaris Cross

YARIS NORÐURSINS

NÝR TOYOTA YARIS CROSS

GETUR ALLT SEM YARIS GETUR
OG SVO MIKLU MEIRA

 
Yaris Cross er mættur á svæðið. Bíll sem hefur alla kosti næstu kynslóðar smábíla til að bera í hærri og kraftalegri útfærslu.

Yaris Cross mun láta að sér kveða á götum borgarinnar þetta árið, búinn nýjasta sjálfhlaðandi Hybrid-kerfinu okkar sem er leiðandi í flokki sambærilegra kerfa hvað varðar sparneytni og útblástur. Einnig er í boði fjögurra hjóla snjalldrif og allt þetta tryggir fullkomna stjórn í öllum veðrum og aksturseiginlega sem henta við flestar aðstæður sem Ísland hefur upp á að bjóða.
 

KRAFTALEGT ÚTLIT Í INNANBÆJARSTÆRÐ

Við hönnun á Yaris Cross nýttum við áralanga reynslu okkar og þekkingu í hönnun frístundajeppa. Kraftmikið og sportlegt útlitið ásamt rúmgóðu innanrými veita þér alla kosti stærri bíla í fyrirferðarminni og borgarvænni bíl.

NÝJASTI BÍLLINN, NÝJASTA HYBRID-TÆKNIN

Sem leiðandi aðili í Hybrid-tækni útbjuggum við nýjasta bíllinn okkar að sjálfsögðu með nýjustu Hybrid-tækni okkar. 1,5 l Hybrid Dynamic Force-vél Yaris Cross skilar frábærri sparneytni og lítilli losun koltvísýrings ásamt mjúkum og viðbragðsfljótum akstri. Hin fullkomna blanda.

SKARPAR LÍNUR DEMANTSINS

Útlit Yaris Cross er innblásið af skörpum línum og kröftugri útgeislun demantsins sem með hástæðri yfirbyggingu og kraftlegum aurbrettum, skilar sér í fallegum og fáguðum bíl. Stílhreinn Yaris Cross er sérstaklega hannaður fyrir evrópskan markað og hentar vel fyrir innanbæjaraksturinn jafnt sem utanbæjar ævintýrin.

 

ALDRIF OG ÓVIÐJAFNANLEG SPARNEYTNI

Yaris Cross er í boði með aldrifi fyrir þá sem vilja akstursgetu sem bragð er af. Einstakt Hybrid AWD-i aldrifið býður upp á áreiðanleika fjórhjóladrifsins með sparneytni og losun CO2 sem er leiðandi í flokki sambærilegra bíla.

 

SVEIGJANLEGT RÝMI, SNJALLAR LAUSNIR

Yaris Cross býður upp á hugvitssamlega plássnýtingu, hvort sem þig vantar pláss í önnum hversdagsins eða sveigjanleika fyrir áhugamálin um helgar. Lagaðu skottið að þínum þörfum með skiptu og hæðarstillanlegu gólfi í farangursrými og sætum sem hægt er að fella niður með 40:20:40 skiptingu og nýttu þér kosti sveigjanlegra festinga.

 

SAGA YARIS CROSS

Við kynnum Yasunori Suezawa, manninn á bak við Yaris Cross. Sem yfirverkfræðingur Yaris Cross bar hann ábyrgð á því að gera sýnina að veruleika. Hann útskýrir hver hans helsti innblástur var og helstu áskoranir við þróun bílsins, allt frá Hybrid AWD-i aldrifinu, sem er leiðandi í flokki sambærilegra bíla, til stílhreinnar hönnunar og óviðjafnanlegs öryggisbúnaðar.

MYNDIR