1. Um Toyota

TOYOTA Á ÍSLANDI

UM TOYOTA

Toyota á Íslandi

Toyota á Íslandi er umboðsaðili fyrir nýja Toyota bíla, vara- og aukahluti. Skrifstofur Toyota á Íslandi eru staðsettar í Kauptúni 6, Garðabæ, sími 570-5070. Viðurkenndir söluaðilar Toyota á Íslandi eru Toyota Kauptúni, Toyota Reykjanesbæ, Toyota Akureyri og Toyota Selfossi.

Smelltu hér til þess að sjá opnunartíma hjá viðurkenndum söluaðilum
Starfsfólk Toyota á Íslandi Störf í boði

Umhverfisfyrirtæki ársins 2018

Toyota er stolt af því að bera titilinn Umhverfisfyrirtæki ársins 2018, en það eru Samtök atvinnulífsins sem standa fyrir valinu. Toyota leggur mikið upp úr því að fara umhverfisvænustu leiðina í allri starfsemi og hefur einsett sér að vera í fararbroddi fyrirtækja á sviði umhverfismála hér á landi. Með því að rýna í umhverfisstjórnkerfi okkar árlega og setja okkur ný markmið í framhaldinu, þróum við og bætum umhverfismál okkar.

Umhverfisfyrirtæki ársins 2018

Umhverfisstefna Toyota á Íslandi

Við höfum einsett okkur að vera í fararbroddi fyrirtækja á sviði umhverfismála og til að ná því höfum við tekið upp ISO 14001 staðalinn fyrst bílaumboða hér á landi.

Lesa meira

Umhverfisskýrslur Toyota á Íslandi

Viðhorf starfsmanna og eigenda Toyota til umhverfismála byggir á sterkri framtíðarsýn stofnanda fyrirtækisins, Páls Samúelssonar, sem var ötull skógræktarmaður.  Smátt og smátt hefur skilningur okkar, sem tókum við af Páli, aukist á vægi umhverfismála í rekstri fyrirtækisins. Skrefin voru stutt í fyrstu en stóra skrefið var tekið þegar umhverfisstjórnunarkerfið ISO 14001 var innleitt árið 2008. 

Smellið á hnappinn til að sjá samantekt af umhverfisskýrslum og sjálfbærniuppgjöri Toyota á Íslandi.

Umhverfisskýrslur