Starfsmaður á sölu- & markaðssvið

Erum við að leita að þér?

Toyota á Íslandi leitar eftir ungum, hressum og metnaðarfullum starfsmanni á sölu- & markaðssvið.
Starfið felur í sér efnisinnsetningu, umsjón og uppbyggingu á stafrænum miðlum sem og aðkomu að öðrum markaðstengdum verkefnum. Unnið er að mestu í vefumsjónarkerfum og öðrum bakendum tölvukerfa sem snúa að vefjum fyrirtækisins ásamt utanumhaldi á samfélagsmiðlum. Viðkomandi kemur til að með að læra á þau sérhæfðu kerfi og ferli sem notast er við og vinna náið með vefstjóra við innleiðingu á efni.

Hæfniskröfur
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Gott vald á íslensku og ensku – bæði í ritun og máli
  • Góð þekking á helstu samfélagsmiðlum
  • Viðkomandi þarf að vera skipulagður og sjálfstæður í starfi
  • Reynsla af vefumsjónarkerfum er mikill kostur
  • Viðkomandi þarf að eiga auðvelt með að tileinka sér nýjungar í starfi

Í boði er spennandi framtíðarstarf hjá framsæknu fyrirtæki sem hefur á að skipa metnaðarfullu og samhentu starfsfólki.

Áhugasamir sendi umsókn á atvinna@toyota.is ásamt ferilskrá, merkt „sölu- & markaðssvið.“
Umsóknarfrestur er til 9. september, en nánari upplýsingar veitir Fanný Bjarnadóttir í síma 570-5070 eða á netfanginu fanny@toyota.is.
Köku stillingar

Við notum kökur á vefsíðunni okkar til að þjóna þér betur og til að upplifun þín sé sem best.  Ef þú vilt kynna þér frekar köku stillingarnar þá getur þú gert það hér - skoða stillingar.