Sölu- og þjónustuaðilar Opnunartímar söluaðila Hafðu samband Mín síða

Algengar spurningar og svör

Hvað er fimm ára ábyrgð?

Fimm ára ábyrgð er framlengd verksmiðjuábyrgð frá hinni hefðbundnu 3 ára ábyrgð sem fylgt hefur nýjum Toyota og Lexus bifreiðum

Hvaða bílar fá fimm ára ábyrgð?

Allar nýjar Toyota og Lexus bifreiðar seldar viðskiptavinum, hvort heldur er einstaklingum eða fyrirtækjum, frá og með 1. janúar, 2010.

Hvað er innifalið í fimm ára ábyrgðinni?

Tæmandi lista yfir þá hluti sem eru í 5 ára ábyrgð, sem og þá sem eru í 3 ára ábyrgð, er að finna í á hlekknum hér hægra megin á síðunni.

Hvað þarf að gera til að fá fimm ára ábyrgðina?

Viðskiptavinurinn þarf ekkert að gera þar sem ábyrgðin kemur sjálfkrafa með bifreiðinni. Viðskiptavinurinn fær afhenta þjónustubók með bílnum þar sem almenna ábyrgðarskilmála er að finna og þar sem m.a. er tiltekið að ætlast sé til mætt sé í allar þjónustuskoðanir til að hámarka virkni og varðveita ástand bifreiðarinnar. Ábyrgðarskilmálana er að finna á hlekknum hér hægra megin á síðunni.

Er hægt að framlengja 3 ára verksmiðjuábyrgðinni á notaðar Toyota og Lexus bifreiðar?

Já! Toyota, í samstarfi við Tryggingarmiðstöðina, býður upp á 2 ára viðbótarábyrgð* sem tekur gildi þegar hefðbundinni 3 ára verksmiðjuábyrgð lýkur. Nánari upplýsingar má finna á hlekknum hér að ofan 2 ára viðbótarábyrgð, sem og hjá öllum viðurkenndum sölu- og þjónustuaðilum Toyota á Íslandi

Hvað verður um ábyrgðina ef eigandi bifreiðarinnar selur hana innan fimm ára?

Fimm ára ábyrgðin fylgir viðkomandi bifreið og eru upplýsingar um ábyrgð hennar skráðar í upplýsingakerfi viðurkenndra sölu- og þjónustuaðila Toyota á Íslandi

Köku stillingar

Við notum kökur á vefsíðunni okkar til að þjóna þér betur og til að upplifun þín sé sem best.  Ef þú vilt kynna þér frekar köku stillingarnar þá getur þú gert það hér - skoða stillingar.