Sölu- og þjónustuaðilar
Opnunartímar söluaðila
Hafðu samband
Mín síða

5 ára ábyrgð

Toyota

Fimm ára ábyrgð (3+2) er á öllum nýjum Toyota bílum – viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Toyota hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi, allt frá stofnun fyrirtækisins, að búa að langtímasambandi við viðskiptavini sína og er fimm ára ábyrgðin mikilvægur þáttur í að styrkja frekar þau bönd sem til staðar eru og á sama tíma gera kaup á nýjum Toyota bílum enn skynsamari kost en ella.

Skilmálar


1. Alhliða ábyrgð
Ábyrgðin (3+2) nær til hvers konar agnúa sem rekja má til galla í framleiðslu eða við samsetningu við eðlilega notkun í 5 ár eða 160.000 km, hvort sem fyrr verður, en engin takmörk eru á kílómetrafjölda á fyrsta ári. Undantekning frá þessu eru íhlutir hybrid kerfisins sem eru í ábyrgð í 5 ár eða 100.000 km. Ábyrgðin nær til þess að koma ökutækinu til næsta umboðsmanns Toyota ef bilun verður, sem veldur því að bíllinn verður óökufær, svo fremi bilunin stafi af galla sem ábyrgðin nær til.


2. Ryð á yfirborði og málning

Ábyrgðin nær til ryðs á yfirborði og galla í málningu, sem koma fram á máluðum hlutum yfirbyggingar og stafa af efnisgalla, eða slælegum vinnubrögðum, í 3 ár hversu mikið sem bíllinn hefur verið ekinn. Undantekning frá þessu er þó pallur pallbíla sem er í ábyrgð í 1 ár.


3. Gegnumryð

Ábyrgðin gildir í 12 ár, hversu mikið sem bíllinn hefur verið ekinn, og nær til gegnumryðs á yfirbyggingu (þ.e. hvers konar gata á yfirbyggingu sem myndast hafa innan frá) sem rekja má til efnisgalla eða slælegra vinnubragða. Undantekning frá þessu er að Dyna 100/150, Hilux og Proace eru í 6 ára gegnumryðsábyrgð. Pallur pallbíla er í ábyrgð í 3 ár. „Yfirbygging“ er skilgreind sem hvers konar upprunalegur hluti yfirbyggingar frá Toyota úr plötustáli, þ.m.t. vélarhlíf, hurðir og lok á farangursgeymslu. Aðrir hlutar sem tengjast yfirbyggingunni eins og listar, stuðarar og lamir falla ekki undir 12 ára gegnumryðsábyrgð.


Almenn ábyrgðarákvæði Toyota


Hver veitir ábyrgðina?
TOYOTA ábyrgist að ökutækið hafi verið framleitt samkvæmt ströngustu gæðakröfum Toyota og skoðað nákvæmlega fyrir afhendingu.


Til hvaða landa nær ábyrgðin a bílnum mínum?

Verksmiðjuábyrgð Toyota fyrstu 3 árin, eins og hún er skilgreind í þessu yfirliti, gildir í eftirtöldum ríkjum: Andorra, Austurríki, Belgíu, Bosníu og Hersegovíu, Búlgaríu, Króatíu, Kýpur, Tékklandi, Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Gíbraltar, Grikklandi, Ungverjalandi, Íslandi, Írlandi, Ítalíu, Liectenstein, Litháen, Lúxemborg, Möltu, Noregi, Póllandi, Portúgal, Rúmeníu, Serbíu og Svartfjallaland, Slóvakíu, Slóveníu, Spáni, Svíþjóð, Sviss, Makedóníu, Hollandi og Stóra-Bretlandi.


Ef þú hyggst ferðast með bílinn til annarra landa en þeirra sem tilgreind eru hér að ofan mælum við með því að þú fáir nánari upplýsingar hjá næsta viðurkennda þjónustuaðila Toyota, sjá www.toyota.is.


Hvenær hefst ábyrgðartíminn?

Ábyrgðartíminn hefst á nýskráningardegi ökutækisins.

Þarf ég að greiða fyrir viðgerðir á bílnum mínum sem fara fram a ábyrgðartímanum?
Nei. Viðurkenndur þjónustuaðili Toyota framkvæmir hvers konar viðgerðir sem ábyrgðin nær til án þess að þú verðir að greiða fyrir vinnu eða varahluti. Toyota ákveður hvort gert verði við hluti eða skipt um þá.


Er ég bíllaus á meðan á ábyrgðarviðgerð stendur?

Nei – Toyota á Íslandi lánar þér bíl á meðan á ábyrgðarviðgerð stendur fyrstu 5 árin frá nýskráningardegi bílsins, sé hann fluttur inn af Toyota á Íslandi og svo fremi sem bilunin stafi af galla sem ábyrgðin nær til. Slík bílalán ná ekki til innkallana á vegum Toyota Motor Europe.


Ábyrgðarskilmálarnir


Ökutækinu skal viðhaldið samkvæmt vörulýsingu og leiðbeiningum framleiðandans, sem fram kemur í eigandahandbókinni sem er að finna á my.toyota.eu. Sé það ekki gert getur það valdið ógildingu ábyrgðar varðandi hluti sem þarfnast viðhalds. Mælst er til að viðurkenndur þjónustuaðili Toyota annist reglubundið viðhald ökutækisins.


Eigandi/umráðamaður ber ábyrgð á því að halda nauðsynlegar skrár til að sanna að slíkt viðhald hafi farið fram. Ef fram koma gallar, sem ábyrgðin nær til, er skylt að fara með ökutækið til viðurkennds þjónustuaðila Toyota svo skjótt sem auðið er. Það skal gert til þess að koma í veg fyrir aukna galla eða skemmdir og ökutækið þarfnist víðtækari viðgerðar en upphaflega hefði verið þörf fyrir.


Nær ábyrgðin til hjólbarða?

Sérstök ábyrgð hjólbarðaframleiðandans gildir um hjólbarðana. Leitaðu upplýsinga hjá viðurkenndum þjónustuaðila Toyota.

Hvað gerist ef ég sel bílinn minn?
Toyota-ábyrgðin flyst sjálfkrafa yfir á nýja eigendur þeim að kostnaðarlausu.

Hefur ábyrgðin áhrif á lagalegan rétt minn?
Nei. Ábyrgð Toyota rýrir aldrei rétt þinn sem tryggður er með lögum.

Til hvaða hluta nær ábyrgðin ekki?
Við veitum þér víðtæka ábyrgð sem endurspeglar gæði Toyota. Ábyrgð Toyota er ætlað að ná til hvers konar agnúa sem rekja má til galla í framleiðslu eða samsetningu.


Atriði sem ábyrgðin nær ekki til:


Eðlilegt slit

- Skrölt, hljóð, slit og rýrnun, svo sem aflitun, upplitun eða aflögun.

Á 4. og 5. ári
- Ekki er ábyrgð t.d. á höggdeyfum, soggrein, pústgreinum, útblásturskerfi, kúplingu, innréttingu, yfirborðsryði, málningu o.s.frv. Sjá nánar skilmála á 4. og 5. ári sem fylgja ökutækinu.

Viðhaldskostnaður
- Eðlilegur viðhaldskostnaður, svo sem vélarstilling, skipting á vökvum og síum, smurning, þrif og bónun, endurnýjun kerta, öryggja og ljósapera, og skipti á slitnum þurrkublöðum, hemlaklossum, hemlaborðum og kúplingu og ryð sem rekja má til utanaðkomandi ákomu s.s. vegna steinkasts.


Ökutæki þar sem stöðu vegmælis hefur verið breytt

- Gallar í ökutækjum þar sem stöðu vegmælis hefur verið breytt þannig að ekki er auðvelt að ganga úr skugga um hve mikið því hefur verið ekið.

Ökutæki sem hefur verið bjargað eða talið ónýtt
- Ökutæki sem fjármálastofnun eða vátryggjandi hefur lýst yfir að hafi verið „bjargað“ eða eitthvað slíkt eða sé „algerlega ónýtt“ eða viðlíka.

Tilfallandi tjón
- Tilfallandi eða afleitt tjón í tengslum við bilun ökutækis, þ.m.t., en takmarkast þó ekki við, óþægindi, ferða- eða flutningskostnaður, símtöl og gisting, tap á persónulegum eigum eða öðrum verðmætum og tekjutap.


Tjón eða bilanir sem stafa beint eða óbeint af einhverjum af eftirtöldum utanaðkomandi atburðum:

  1. Eldsvoði, slys eða þjófnaður.
  2. Ill meðferð eða vanræksla. 
  3. Misnotkun, t.d. kappakstur eða ofhleðsla. 
  4. Viðgerðir hjá öðrum en viðurkenndum þjónustuaðilum Toyota.
  5. Ísetning annarra varahluta en þeirra sem viðurkenndir eru af Toyota. 
  6. Breytingar eða fikt, þ.m.t. ísetning aukahluta sem eru ekki viðurkenndir af Toyota. 
  7. Skortur á réttu viðhaldi, þ.m.t notkun annarra vökva en þeirra sem tilgreindir eru í eigandahandbókinni, sjá þína Toyota síðu

Ábyrgðarhlutir


Flokkar Hlutir Ábyrgðartími Enska heitið
Vél Startkrans 5 ár starter ring gear
Kasthjól (svinghjól) 5 ár flywheel
Smurolíudæla 5 ár oil pump
Sveifarás og sveifaráslegur 5 ár crankshaft & bearings
Tímagír, tannhjól, keðjuhjól og tímakeðja 5 ár timing gears & chains
Reimskífur 5 ár pulleys
Knastás 5 ár camshafts
Undirlyfta, undirlyftutappi, undirlyftuarmur, rokkerarmar (vippuarmar) 5 ár cam followers
Undirlyftustýring (undirlyftuhús, undirlyftuslíf) 5 ár tappet gear
Ventlar og ventlastýringar 5 ár valves & guides
Stimplar og stimpilhringir 5 ár pistons & rings
Strokklok, (hedd) 5 ár cylinder heads
Strokkloksþétti, (heddpakkning) 5 ár cylinder head gasket
Stimpilstangir 5 ár conrods
Innri fóðringar 5 ár internal bushings
Pakkningar og þétti (FIPG) 5 ár seals & gaskets
Neistaveikjudrif 5 ár distributor drive
Tímareim 5 ár timing belts
Tímareimastrekkjarar 5 ár timing belt tensioners
Ventlalok (lokalok) 5 ár rocker cover
Rafkaplar (leiðslubúnt) 5 ár cables
Olíusíuhús 5 ár oil filter housing
Olíubiða (olíupanna) 5 ár sump
Rafleiðslur 5 ár wiring
Sog- og útblástursgreinar Soggrein / eldgrein 3 ár inlet/outlet
Afgaskerfi / Pústkerfi Afgaskerfi (Pústkerfi) 3 ár exhaust
Þéttingar á afgaskerfi 3 ár gaskets
Boltar í afgaskefi 3 ár studs
Hvarfakútur 3 ár cat. Conv.
Forþjappa / Turbo Forþjappa 5 ár turbo unit
Afléttiloki (afgasþrýstiloki) 5 ár waste gate
Eftirkælir (intercooler) 5 ár intercooler
Kælikerfi Kælivatnsdæla (vatnsdæla) 5 ár water pump
Vatnskassi 5 ár radiator
Vatnslás og vatnsláshús 5 ár thermostat & housing
Segjutengi á kæliviftu 5 ár viscous fan clutch
Loftræstisamstæða, hita- og kælieliment, blásari og stýrieiningar 5 ár heater matrix
Miðstöðvarstjórnlokar fyrir vatn 5 ár heater valve
Stjórnborð fyrir loftræstingu (miðstöðvarstýring) 5 ár heater controls
Vélarolíukælir 5 ár oil cooler (engine)
Vatnskassalok 5 ár radiator cap
Kælivifta (blævængur) 5 ár cooling fan
Rafkerfi / Rafeindarásir Ræsimótor 5 ár starter motor
Rafall 5 ár alternator
Spennustilli 5 ár regulator
Háspennukefli 5 ár coil
Neistakveikja 5 ár distributor
Þurrkumótor 5 ár wiper motors
Rúðusprautumótorar 5 ár washer pump motors
Stefnuljósastýribúnaður 5 ár indicator unit
Loftræstingarblásaramótor 5 ár heater fan motor
Flauta 5 ár horn
Rofar 5 ár switches
Tölvustýrðneistakveikja 5 ár electronic ignition
Álagsmótstaða (spennujafnari) 5 ár ballast resistor
Rafliðar (relay) 5 ár relays
Hitaeliment í framrúðum og afturrúðum 5 ár heated screen elements
Stjórntölvur 5 ár on board computer
Rúðulyftibúnaður og mótorar 5 ár window motors/regulators
Stjórnrofar fyrir rúðulyftibúnað 5 ár power window switch
Færslumótorar fyrir þakglugga / sóllúgu 5 ár sunroof motors
Færslumótorar fyrir baksýnisspegla 5 ár mirror motors
Lykilkóðasendar (útvarpsbylgjusendar fyrir fjarlæsingar) 5 ár sender units
Hreyfar í rafdrifnum læsingum (læsingamótorar og segulspólur) 5 ár central locking solenoids
Árekstrarnemi 5 ár impact switch
Fjarlæsingarstjórntölva 5 ár central lock control unit
Tímaliði fyrir innilýsingum 5 ár internal light delay unit
Mælar 5 ár gauges
Klukkur 5 ár clocks
Hraðamælir og hraðamælasendir (hraðamæladrif) 5 ár speedometer & transducer
Snúningshraðamælir 5 ár rev. counter
Leiðslukaplar 5 ár wiring looms
Innbyggðar stjórnrásir 5 ár S.I.P.C. boards
ABS hemlastjórntölva 5 ár ABS control unit
Færslumótorar í sætum 5 ár electric seat motors
Vindlingakveikjari 5 ár cigarette lighters
Nemar (skynjarar) 5 ár sensors
Sætishitaeliment 5 ár heated seat elements
Þjófavarnarkerfi (verksmiðju ísett eingöngu) 5 ár alarms (O/E only)
Færslumótorar í aðalljósum 5 ár headlamp lift motors
Háspennuþræðir 5 ár H.T. leads
Hitaðir vatnsúðarar (framrúðu og aðaljósa þvottur) 5 ár heated washer jets
Hlerastög (afturhlera) 5 ár tailgate struts
Hemlar Hemlarör (bremsurör) 5 ár brake pipes
Hemlavökvaforðabúr 5 ár fluid reservoir
ABS hemlahlutir 5 ár A.B.S. components
ABS hjólhraðaskynjarar 5 ár A.B.S. speed sensor
Þrýstikútar 5 ár accumulators
Hemlahjálparkútar 5 ár boosters
Hemladælur 5 ár calipers
Hemladælustimplar 5 ár wheel cylinders
ABS deilir 5 ár servo
Höfuðdæla 5 ár master cylinder
Bremsudiskar (víbringur 3 ár)
5 ár brake discs
Bremsuskálar 5 ár brake drums
Magnlokar, hlutfallslokar 5 ár limiter valves
Tengihlutir og liðir
5 ár linkages
Hjóllegur Legur (allt að 160 þús. km akstri)
5 ár
bearings
Nöf 5 ár hubs
Stilliplötur 5 ár shims
Legurær, lásrær 5 ár lock nuts
Drif Kambur og pinjón 5 ár crownwheel and pinion
Öxlar 5 ár shafts
Mismunadrifshjól 5 ár gears
Legur 5 ár bearings
Fóðringar 5 ár bushes
Nöf 5 ár hubs
Millikassi Mismunadrif í millikassa 5 ár third differential
Tannhjól 5 ár gears
Öxlar 5 ár shafts
Legur og fóðringar 5 ár bearings & bushes
Skiptibúnaður (stangir öxlar og gaflar) 5 ár levers
Kælikerfi ( loftræsting ) Kælidæla (fyrir loftræstingu) 5 ár compressor
Þéttir (í kælikerfi loftræstingu) 5 ár condensor
Safnari og þurrkari 5 ár receiver & dryer unit
Eimir 5 ár evaporator
Miðstöðvarstjórnlokar (loft) 5 ár heater flaps & motors
Stýrisbúnaður Tannstangarstýrisvél 5 ár rack & pinion
Sektorsarmstýrisvél 5 ár steering box
Stýrisdæla 5 ár steering pump
Þéttingar 5 ár seals
Legur 5 ár bearings
Stýrisarmar 5 ár external linkage
Stýrisliðir 5 ár joints
Stýrissúla (stýristúpa) 5 ár column
Forðabúrstýrisvökva 5 ár reservoir
Milliarmur (upphengja) 5 ár idler arm
Vélhlutahús Vélarblokk 5 ár engine cylinder block
Gírkassahús 5 ár gearbox
Sjálfskiptingarhús 5 ár transmission
Drifhús 5 ár final drive
Driflína og fjöðrunarkerfi Öxlar (fyrir sjálfstæðafjöðrun) 5 ár halfshafts
Drifsköft 5 ár propshafts
Hjöruliðir 5 ár universal joints
Legur 5 ár bearings
Fóðringar (ballansstangargúmmí & baulugúmmí 3 ár)
5 ár bushes
Öxlar 5 ár driveshafts
Jafnhraðaöxulliðir 5 ár c/v joints
Hlífðarhosur 3 ár rubber boots
Tengiliðir (kúluliðir) 5 ár couplings
Pakkningar og þétti (FIPG) 5 ár seals & gaskets
Fjaðrir (gormar og blöð) 5 ár springs
Höggdeyfar (demparar) 3 ár shock absorbers
Snerilfjöður 5 ár torsion bars
Jafnvægisstangir 3 ár anti-roll bars
Klafar 5 ár wishbones
Spindilkúlur 5 ár ball joints
Millibilsstangir 5 ár track rods
Togstangir 5 ár tie bars
Hjólöxull með sjálfstæðafjöðrun án driföxuls 5 ár stub axles
Þverbitar í grind 5 ár cross members
Hálfgrindur (mótorbitar og hjólabitar í sjálfberandi yfirbyggingum) 5 ár subframes
Vökva fjöðrun 5 ár hydraulic suspension
Millistöng 5 ár tie rod
Spyrnur og stangir 5 ár suspension shaft/rod
Elstneytiskerfi ( bensín ) Blöndungur 5 ár carburettor
Eldsneytisdæla 5 ár fuel pump
Flotholt og sendir 5 ár tank sender unit
Eldsneytismælir 5 ár fuel gauge
Sogháls o.þ.h. Eldsneytisinnsprautunarkerfi (nemar og liðar) 5 ár fuel injection system
Spíssar 5 ár injectors
Loftflæðimælir 5 ár airflow meter
Vélarstjórntölva 5 ár electronic control unit
Eldsneytiskerfi ( disíl ) Fæðidæla 5 ár lift pump
Innsprautunardæla 5 ár injector pump
Spíssar 5 ár injectors
Eldsneytistankar 5 ár tanks
Hitakerti 5 ár cold start glow plugs
Vakumdælur 5 ár vacuum pumps
Tengsli / Kúpling Kúplingsdiskur 3 ár clutch plate
Kúplingspressa 3 ár clutch cover
Kúplingslega 3 ár thrust bearing
Gaffall og gafalliður 5 ár fork & pivot
Höfuðdæla (kúplingsdæla) 5 ár master cylinder
Kúplingsdæla (þræll) 5 ár slave cylinder
Barkar 5 ár cables
Armar 5 ár linkages
Gírkassi/Skipting (beinsk + sjálfsk) Tannhjól 5 ár gears
Valliðir 5 ár selectors
Rafstýrður gangráður 5 ár electronic governor
Bremsubönd 5 ár brakebands
Gírbremsur 5 ár syncromesh
Hjólnafir 5 ár hubs
Öxlar 5 ár shafts
Legur og fóðringar 5 ár bearings & bushes
Átaksbreytir 5 ár torque convertor
Tengi kúplingar í sjálfskiptingum 5 ár clutch (automatic)
Pakkningar og þétti (FIPG) 5 ár seals & gaskets
Hús (sjálfskiptihús og gírkassahús 5 ár transmission housing
Ventilhús (ventlabox) 5 ár valve block
Olíudæla 5 ár oil pump
Tengiliðir 5 ár external linkages
Stjórntölva 5 ár control units
Olíukælir 5 ár oil cooler
Skiptistöng 5 ár gear lever
Barkar 5 ár cables
Yfirbygging / Inrrétting Yfirbygging 3 ár Body
Málning 3 ár Paint
Innrétting 3 ár Interior
Ýmislegt Þurrkubraket (tengiarmar milli þurrkuarma og þurrkumótors) 5 ár wiper spindles
Þakgluggi / sóllúga (verksmiðju ísett eingongu) 5 ár sunroof (O/E only)
Sætisfærslur 5 ár manual seat frames
Hurðalæsingar (skrár) 5 ár door locks
Barki í vélarhlífaropnun 5 ár bonnet release cables

Köku stillingar

Við notum kökur á vefsíðunni okkar til að þjóna þér betur og til að upplifun þín sé sem best.  Ef þú vilt kynna þér frekar köku stillingarnar þá getur þú gert það hér - skoða stillingar.