Sölu- og þjónustuaðilar
Opnunartímar söluaðila
Hafðu samband
Mín síða

Ábyrgðarskilmálar Toyota og Lexus

1. Alhliða ábyrgð

Ábyrgðin nær til hvers konar agnúa sem rekja má til galla í framleiðslu eða við samsetningu við eðlilega notkun í 5 ár eða 160.000 km, hvort sem fyrr verður, en engin takmörk eru á kílómetrafjölda á fyrsta ári.

Undantekning frá þessu eru íhlutir hybrid kerfisins sem eru í ábyrgð í 5 ár eða 100.000 km.

Ábyrgðin nær til þess að draga ökutækið til næsta umboðsmanns Toyota ef bilun verður, sem veldur því að bíllinn verður óökufær, svo fremi bilunin stafi af galla sem ábyrgðin nær til.

2. Ryð á yfirborði og málning

Ábyrgðin nær til ryðs á yfirborði og galla í málningu, sem koma fram á máluðum hlutum yfirbyggingar og stafa af efnisgalla, eða slælegum vinnubrögðum, í 3 ár hversu mikið sem bíllinn hefur verið ekinn. Undantekning frá þessu er þó pallur pallbíla sem er í ábyrgð í 1 ár.

3. Gegnumryð

Ábyrgðin gildir í 12 ár, hversu mikið sem bíllinn hefur verið ekinn, og nær til gegnumryðs á yfirbyggingu (þ.e. hvers konar gata á yfirbyggingu sem myndast hafa innan frá) sem rekja má til efnisgalla eða slælegra vinnubragða. Undantekning frá þessu er pallur pallbíla sem er í ábyrgð í 3 ár.

„Yfirbygging“ er skilgreind sem hvers konar upprunalegur hluti yfirbyggingar frá Toyota úr plötustáli, þ.m.t. vélarhlíf, hurðir, lok á farangursgeymslu og lamir.

Almenn ábyrgðarákvæði Toyota/Lexus
Hver veitir ábyrgðina?

TOYOTA ábyrgist að ökutækið hafi verið framleitt samkvæmt ströngustu gæðakröfum Toyota og skoðað nákvæmlega fyrir afhendingu. Með því að stimpla á þjónustusíður þessarar bókar hefur Toyota gefið til kynna yfirferð sína á ökutækinu.

Til hvaða landa nær ábyrgðin a bílnum mínum?

Ábyrgð Toyota, eins og hún er skilgreind í þessum bæklingi, gildir í eftirtöldum ríkjum: Andorra, Austurríki, Belgíu, Bosníu og Hersegovíu, Búlgaríu, Króatíu, Kýpur, Tékklandi, Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Gíbraltar, Grikklandi, Ungverjalandi, Íslandi, Írlandi, Ítalíu, Liectenstein, Litháen, Lúxemborg, Möltu, Noregi, Póllandi, Portúgal, Rúmeníu, Serbíu og Svartfjallaland, Slóvakíu, Slóveníu, Spáni, Svíþjóð, Sviss, Makedóníu, Hollandi og Stóra-Bretlandi.

Ef þú hyggst ferðast til annarra landa en þeirra sem tilgreind eru hér að ofan mælum við með því að þú fáir nánari upplýsingar hjá næsta þjónustuaðila Toyota.

Hvenær hefst ábyrgðartíminn?

Ábyrgðartíminn hefst þann dag þegar ökutækið er afhent fyrsta kaupanda í smásölu.

Þarf ég að greiða fyrir viðgerðir á bílnum mínum sem fara fram a ábyrgðartímanum?

Nei. Viðurkenndur þjónustuaðili Toyota framkvæmir hvers konar viðgerðir sem ábyrgðin nær til án þess að þú verðir að greiða fyrir vinnu eða varahluti. Toyota ákveður hvort gert verði við hluti eða skipt um þá.

Hverjir eru ábyrgðarskilmálarnir?

Þér ber að ábyrgjast að ökutækinu sé viðhaldið samkvæmt vörulýsingu og leiðbeiningum framleiðandans, svo sem fram kemur í eigandahandbókinni (Owner’s Manual). Sé það ekki gert kann það að valda ógildingu ábyrgðar varðandi þá hluti sem þarfnast viðhalds. Mælst er til að viðurkenndur þjónustuaðili Toyota annist reglubundið viðhald.

Þér er skylt að halda nauðsynlegar skrár til að sanna að slíkt viðhald hafi farið fram.

Ef fram koma gallar, sem ábyrgðin nær til, er þér skylt að fara með ökutækið til viðurkennds þjónustuaðila Toyota svo skjótt sem auðið er. Það skal gert til þess að koma í veg fyrir að gallar aukist og ökutækið þarfnist víðtækari viðgerðar en upphaflega hefði verið þörf fyrir.

Nær ábyrgðin til hjólbarða?

Sérstök ábyrgð hjólbarðaframleiðandans gildir um hjólbarðana. Leitaðu upplýsinga hjá viðurkenndum þjónustuaðila Toyota.

Hvað gerist ef ég sel bílinn minn?

Toyota-ábyrgðin flyst sjálfkrafa yfir á nýja eigendur þeim að kostnaðarlausu.

Hefur ábyrgðin áhrif á lagalegan rétt minn?

Nei. Ábyrgð Toyota rýrir aldrei rétt þinn sem tryggður er með lögum.

Til hvaða hluta nær ábyrgðin á ekki?

Við veitum þér víðtæka ábyrgð sem endurspeglar gæði Toyota. Ábyrgð Toyota er ætlað að ná til hvers konar agnúa sem rekja má til galla í framleiðslu eða samsetningu.

Atriði sem ábyrgðin nær ekki til:

Eðlilegt slit

Eðlilegt hljóð, skrölt, slit og rýrnun, svo sem aflitun, upplitun eða aflögun.

Á 4. og 5. ári

Er ekki ábyrgð á höggdeyfum, soggrein, pústgreinum, útblásturskerfi, kúplingu, innréttingu, yfirborðsryði og málningu.

Viðhaldskostnaður

Eðlilegur viðhaldskostnaður, svo sem vélarstilling, skipting á vökvum og síum, smurning, þrif og bónun, endurnýjun kerta og öryggja, og skipti á slitnum þurrkublöðum, hemlaklossum, hemlaborðum og kúplingu. Ef þörf verður fyrir slíka þjónustu sem hluta af ábyrgðarviðgerð nær ábyrgðin til hennar.

Ökutæki þar sem stöðu vegmælis hefur verið breytt

Gallar í ökutækjum þar sem stöðu vegmælis hefur verið breytt þannig að ekki er auðvelt að ganga úr skugga um hve mikið því hefur verið ekið.

Ökutæki sem hefur verið bjargað eða talið ónýtt

Ökutæki sem fjármálastofnun eða vátryggjandi hefur lýst yfir að hafi verið „bjargað“ eða eitthvað slíkt eða sé „algerlega ónýtt“ eða eitthvað slíkt.

Tilfallandi tjón

Tilfallandi eða afleitt tjón í tengslum við bilun ökutækis, þ.m.t., en takmarkast þó ekki við, óþægindi, ferða- eða flutningskostnaður, símtöl og gisting, tap á persónulegum eigum eða öðrum verðmætum og tekjutap.

Tjón eða bilanir sem stafa beint eða óbeint af einhverjum af eftirtöldum utanaðkomandi atburðum:

  1. Eldsvoði, slys eða þjófnaður.
  2. Ill meðferð eða vanræksla.
  3. Misnotkun, t.d. kappakstur eða ofhleðsla.
  4. Viðgerðir hjá öðrum en viðurkenndum þjónustuaðilum Toyota.
  5. Ísetning annarra varahluta en þeirra sem viðurkenndir eru af Toyota.
  6. Breytingar eða fikt, þ.m.t. ísetning aukahluta sem eru ekki viðurkenndir af Toyota.
  7. Skortur á réttu viðhaldi, þ.m.t notkun annarra vökva en þeirra sem tilgreindir eru í eigandahandbókinni.

Köku stillingar

Við notum kökur á vefsíðunni okkar til að þjóna þér betur og til að upplifun þín sé sem best.  Ef þú vilt kynna þér frekar köku stillingarnar þá getur þú gert það hér - skoða stillingar.