Toyota-hjólagarðurinn
Næsti íþróttamaður skellir sér á rampinn og suðið í hjólunum endurómar um tréverkið. Það er ljóst að nýr keppandi er mættur til leiks í garðinum. En hún er ekki á hjóli, hjólabretti eða rúlluskautum. Þetta er blandaður brettagarður með fullu aðgengi og hún er í hjólastól.
Og hún er ekki sú eina sem brosir. Það er mikilvægt fyrir alla að auka veg hjólastólamótokross og ófatlaðir íþróttamenn hafa meira að segja látið til sín taka í stólunum. Það er ljóst að hreyfiþráin er mun sterkara afl en nokkur líkamleg fötlun.
Þetta er nýtt fyrir Toyota og lýsandi fyrir hugmynd fyrirtækisins um betra aðgengi fyrir alla. Framtíðarsýn Toyota er að bjóða samþættar samgöngulausnir fyrir allt fólk, ekki síst það sem er með líkamlega fötlun, og stuðla þannig að samfélagi þar sem allir fá að vera með.
Mauro Caruccio
Forstjóri Toyota Motor Italia