TOYOTA-HJÓLAGARÐURINN
Þessi fyrsti hjólagarður heims er enn einn áfangi Toyota í átt að því að bæta aðgengi fyrir alla.
VIÐ KYNNUM
Lily Rice
Lily Rice er fyrsta breska konan sem fór heljarstökk aftur á bak í hjólastól. Og hún var bara 13 ára þegar hún gerði það. Hún veit að ferðafrelsið opnar allar dyr og velgengni hennar hvetur aðrar stúlkur til að spreyta sig í hjólastólamótokrossi (WCMX). Lily vonast til að einhvern tíma verði keppt í íþróttinni á Ólympíumóti fatlaðra og þá ætlar hún ekki að láta sig vanta.
Toyota-hjólagarðurinn
Næsti íþróttamaður skellir sér á rampinn og suðið í hjólunum endurómar um tréverkið. Það er ljóst að nýr keppandi er mættur til leiks í garðinum. En hún er ekki á hjóli, hjólabretti eða rúlluskautum. Þetta er blandaður brettagarður með fullu aðgengi og hún er í hjólastól.

Og hún er ekki sú eina sem brosir. Það er mikilvægt fyrir alla að auka veg hjólastólamótokross og ófatlaðir íþróttamenn hafa meira að segja látið til sín taka í stólunum. Það er ljóst að hreyfiþráin er mun sterkara afl en nokkur líkamleg fötlun.
Þetta er nýtt fyrir Toyota og lýsandi fyrir hugmynd fyrirtækisins um betra aðgengi fyrir alla. Framtíðarsýn Toyota er að bjóða samþættar samgöngulausnir fyrir allt fólk, ekki síst það sem er með líkamlega fötlun, og stuðla þannig að samfélagi þar sem allir fá að vera með.
Mauro Caruccio
Forstjóri Toyota Motor Italia
/

Blandaður garður fyrir alla
Garðurinn er ætlaður fyrir hjólaíþróttir á borð við BMX, hjólabretti og glænýju ofurhugaíþróttina hjólastólamótokross (WCMX).


Stefnt að betra samfélagi
Toyota vill gera öllum kleift að ferðast, hvort sem er um landið, innanbæjar eða í hjólagarðinum, því við vitum að ferðafrelsið opnar allar dyr.

Samgöngur fyrir alla
Hjólagarðurinn gerir fleira fólki kleift að hreyfa sig á máta sem alltof oft stendur aðeins ófötluðum til boða. Með framtíðarsýn sinni um jafnan aðgang vonast Toyota til að geta gert öllum kleift að ferðast, gleðjast og sinna hugðarefnum sínum.


Gerið hið ómögulega
Toyota aðstoðar íþróttafólk eins og Bretann Lily Rice við að gera drauma sína að veruleika með því að styðja baráttu hennar: að gera hjólastólamótokross að keppnisíþrótt á Ólympíumóti fatlaðra.

/