RAFMAGNSFARARTÆKI FYRIR GÖNGUSVÆÐI
Myndir sýna hugmyndaútgáfur.
Auðveldaðu þér síðustu metrana.
Stílhreinu og vistvænu rafmagnsfarartækin fyrir göngusvæði eru hönnuð til að auðvelda farþegum að komast „síðustu metrana“ í ferð sinni um borgina. Toyota útvegar gæslu- og sjúkraliðum á Ólympíuleikunum og Ólympíumóti fatlaðra 2020 standandi farartæki til að nota á leikvöngum og í nágrenni þeirra.
Samfellt notkunarsvið
U.þ.b. 14 KM
Hámarkshraði
2, 4, 6, 10 km/klst. (breytilegur hraði)
ORKUGJAFI
Rafhlaða
Þrjár leiðir til að ferðast.
Þú kemst hvert sem þú vilt í þessum þremur farartækjum, hvort sem þú stendur, situr eða ert í hjólastól. Á þeim eru skynjarar sem auka öryggi við akstur og þau eru fáanleg samkvæmt beiðni. Saman gerum við ferðalögin skemmtilegri.
Grænn ferðamáti sem fútt er í.
Það er mikil vinna framundan við að þróa rafknúin farartæki. Auk þess að þróa farartækin sjálf leggjum við sérstaka áherslu á að auka framboð, endingu og endurnotkunarmöguleika rafhlaðna. Við störfum með samstarfsaðilum okkar á víðtækum, opnum grundvelli að því að skapa betra samfélag.