T-HR3
Frumgerð sýnd. Ekki til sölu.
Viðbragðsfljót og fjarstýrð þjarkatækni.
Þessi þriðja kynslóð vélmenna er enn byltingarkenndari en fyrri útgáfurnar tvær. Í leit okkur að betra aðgengi fyrir alla höfum við þróað tækni sem gerir okkur kleift að búa til tæknilegra, öruggara og fjölhæfara vélmenni. Með því að styðjast við fágaðar hreyfingar mannslíkamans er ef til vill stutt í að við getum starfað án vandkvæða á stöðum og við aðstæður þar sem það var ómögulegt áður.
HÆÐ
1540 mm
LIÐAMÓT
32
DRÆGI
99,78 km
Tækni
Stjórnað með náttúrulegum hreyfingum þínum.
Með MMS-kerfinu (Master Maneuvering System) er hægt að stýra öllu vélmenninu með því að klæðast stjórntækjum sem stýra handa-, handleggja- og fótleggjahreyfingum vélmennisins. Skjár er festur við höfuð notandans svo hann geti séð frá sjónarhóli vélmennisins.
Hannað til að vinna með fólki.
Sveigjanleiki
Tækni sem líkir eftir öllum hreyfingum þínum.
TSM-tækni (Torque Servo Modules) gerir vélmenni kleift að líkja eftir hreyfingu manna með framúrskarandi sveigjanleika og jafnvægi. Hreyfingarnar eru fínlegar og samstilltar enda eru líkamshlutarnir tuttugu og níu talsins (þ.m.t. tíu fingur).