SORA - RAFMAGNSSTRÆTISVAGN MEÐ EFNARAFAL
Vetni og súrefni skapa hreinni framtíð.
Við horfum til framtíðar með því að þróa almenningssamgöngur sem ganga fyrir efnarafölum en ekki hefðbundnu jarðefnaeldsneyti. Sora (sem stendur fyrir hringrás vatns: himinn, haf, fljót, loft) er kominn á göturnar í Tókýó, þar sem hann flytur farþega í átt að útblásturslausri, þægilegri og flottri framtíð.
AFLRÁS
Efnarafalskerfi Toyota (TFCS)
ÖRYGGI
Ákeyrsluviðvörun
FARÞEGAFJÖLDI
79
Sjálfbærni
Þægilegur og vistvænn.
Sora-strætisvagninn, sem er knúinn hreinu og endurnýjanlegu vetni, er vitnisburður um framtíðarmöguleika almenningssamgangna. Þetta er ekki bara leið til að komast frá einum stað til annars. Við leggjum líka áherslu á félagslega þætti, sjálfbærni, þróun og aðgengi. Út á það gengur hönnun okkar, þar sem manneskjan er í fyrirrúmi. Þetta er samgöngumáti framtíðarinnar og eina hliðarafurðin er vatn.
Sora: Himinn (sky), haf (ocean), fljót (river), loft (air)
Tækni
Snjallari samgöngur.
Framúrstefnulegi stíllinn og sláandi LED-ljósin eru ekki bara til skrauts. Sora-strætisvagnar geta átt samskipti hver við annan og myndað “snjalllestir” til að spara orku og gera fólksflutninga skilvirkari. Í neyðartilfellum er hægt að nota þá sem vararafstöðvar með 235 kWh orku.* Og sætin leggjast sjálfkrafa saman þegar þau eru ekki í notkun (nýmæli í Japan) svo pláss sé fyrir standandi farþega og kerrur.
*Orkan sem býðst kann að vera mismunandi eftir afköstum aflgjafans, vetnismagninu sem eftir er og orkunotkun.