TOYOTA PARA TECH
Verkfræðingar Toyota og Andrea Eskau, sem er margfaldur gullverðlaunahafi á Ólympíumóti fatlaðra, hafa tekið höndum saman til að reyna á þanþol hjólreiðaíþróttarinnar.
VIÐ KYNNUM
Andrea Eskau
Andrea Eskau hefur hlotið fern gullverðlaun og ein silfurverðlaun í handhjólreiðum á Ólympíumóti fatlaðra. Hún hefur einnig fengið fern gull-, fern silfur- og tvenn bronsverðlaun á Vetrarólympíumóti fatlaðra. Nú vinnur hún með Toyota til að geta gert enn betur.
Para Tech Power
Vinstri hluti líkama verkfræðingsins Rogers Kirschner hefur verið lamaður frá fæðingu. Báðir foreldrar hans voru kappakstursbílstjórar að atvinnu og hann vildi halda í við hraðann í lífi þeirra. Andrea Eskau hlaut mænuskaða í hjólreiðaslysi. Hún vildi heldur ekki hægja á sér og ákvað því að keppa á Ólympíumóti fatlaðra.

Þrátt fyrir að hafa fengið fern gullverðlaun á sumarleikunum og fern til viðbótar á vetrarleikunum stefnir hún að því að fara enn hraðar. Roger og Andrea unnu með hópi Toyota-verkfræðinga að því að betrumbæta handhjólið hennar. Nýja handhjólið er 30 prósent léttara og hannað svo hún nái sem bestum árangri.
Ég skoðaði handhjólið og sá strax hvað þyrfti að gera. Það þurfti nýja hönnun … að vera stífara en um leið léttara. Í raun er hún bæði ökuþórinn og farartækið, því að það er hún sjálf sem knýr það áfram.
Roger Kirschner
verkfræðingur
/
/

TOYOTA GAZOO-kappaksturinn

Köku stillingar

Við notum kökur á vefsíðunni okkar til að þjóna þér betur og til að upplifun þín sé sem best.  Ef þú vilt kynna þér frekar köku stillingarnar þá getur þú gert það hér - skoða stillingar.