ÓTRÚLEGAR SÖGUR

Það er ekki auðvelt að takast á við ómögulegt verk, en þetta íþróttafólk sannar að allt er mögulegt.

Andrea Eskau - Hjólreiða- og skíðakona

Andrea Eskau heldur á skíðastöfunum sínum og horfir í myndavélina, klædd eldrauðum keppnisgalla.
FÆÐINGARDAGUR

21. mars 1971

HEIMABÆR

Apolda, Þýskalandi

ÍÞRÓTT

Hjólreiðar, gönguskíði

ÓLYMPÍUMÓT FATLAÐRA

2008, 2012, 2016
VETRARÓLYMPÍUMÓT FATLAÐRA
2010, 2014

ÓTRÚLEGUM ÁRANGRI NÁÐ

Þótt það hafi verið af nauðsyn sem Andrea fór að keppa í íþróttum fatlaðra leið ekki á löngu áður en hún varð óstöðvandi í íþróttum fatlaðra, bæði í sumar- og vetraríþróttum. Hún lét fyrst til sín taka í hjólastólakörfubolta og svo bættust við gönguskíði, skíðaskotfimi, hjólastólakappakstur og handhjólakappakstur.

Til þessa hefur Andrea unnið til 37 heimsmeistaraverðlauna og er 27-faldur heimsmeistari í hjólreiðum, skíðaskotfimi og gönguskíðum.

„Það krefst ótrúlegra fórna og erfiðis að [vinna til verðlauna á Ólympíumóti fatlaðra] og við erum stolt af því að vera í hópnum hennar Andreu.“
– Toyota TMG-verkfræðingur

/

Ég hef fengið fjölmarga verðlaunapeninga, en helsta afrek mitt í íþróttum er að vera sanngjörn og kappsöm. Mér finnst það afar mikilvægt.

Toyota hreifst af staðfestu og metnaði Andreu og leitaði því eftir samstarfi við hana árið 2012. Við höfum unnið náið með Andreu að því að auka bæði þægindi og hraða og höfum sérhannað léttar koltrefjalausnir fyrir hjólið og sleðann hennar til að auka sigurlíkur hennar enn frekar á Ólympíumóti fatlaðra.

Brad Snyder - Sundmaður

Þótt Brad Snyder hafi misst sjónina á vígvellinum horfir hann upp, líkt og hann beini augunum að verðlaunapallinum, með sundgleraugun á enninu.
FÆÐINGARDAGUR

29. febrúar 1984

HEIMABÆR

Reno, Nevada, Bandaríkjunum

ÍÞRÓTT

Sund fatlaðra

ÓLYMPÍUMÓT FATLAÐRA

2012, 2016

ÓTRÚLEGUM ÁRANGRI NÁÐ

Brad Snyder finnst honum vera frjáls í vatninu. Hann lærði að synda í Flórída þegar hann var smábarn og fór að keppa í sundi 11 ára að aldri. Síðar varð Brad fyrirliði sundliðsins í skóla bandaríska sjóhersins.

„Fyrstu vikurnar eftir að ég slasaðist virtist það ómögulegt að lifa lífinu blindur, í algjöru myrkri ... en á Ólympíumóti fatlaðra uppgötvaði ég að þótt ég sjái ekki er samt heilmargt sem ég get.“

Þegar Brad sneri særður heim frá Afganistan þurfti hann að læra að lifa í myrkri. Fjölskyldan studdi hann dyggilega og aðstoðaði þennan áður harðgera hermann við daglegar athafnir, til dæmis að borða, klæða sig og rata á salernið.

Ég vil að [saga mín] berist vítt og breitt svo næsta kynslóð íþróttafólks geti látið sig dreyma um að standa einhvern tíma á þessum verðlaunapalli.

Aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann hóf endurhæfingu sneri Brad aftur í vatnið sem var honum svo kunnuglegt. Nákvæmlega ári eftir að hann missti sjónina við skyldustörf stóð hann stoltur á verðlaunapallinum á Ólympíumóti fatlaðri og tók við gullverðlaunum fyrir hönd bandaríska liðsins. Brad er heimsmethafi í 100 metra skriðsundi fólks með fulla sjónskerðingu.

Nú hefur Brad sett sér nýtt markmið: að bæta við sig íþrótt og keppa í þríþraut fatlaðra í Tókýó 2020.

Skuldbinding Toyota

Toyota er samstarfsaðili alþjóðlegu Ólympíunefndarinnar og Ólympíunefndar fatlaðra á sviði samgöngumála því við viljum hvetja fólk til að ná lengra, yfir sitt eigið endamark og lengra.

Við vinnum með alþjóðlegu Ólympíunefndinni og Ólympíunefnd fatlaðra að því láta drauma íþróttafólks rætast, en það er bara einn hluti af því markmiði okkar að gefa mannsandanum lausan tauminn með aukinni hreyfigetu.

Akio Toyoda with his arms open as he gives a passionate speech.
quotation mark begin
Notum sameiningarkarft íþrótta sem myndast hefur á Ólympíuleikunum og Ólympíumóti fatlaðra til þess að sameina fólk úr öllum áttum.
quotation mark end
AKIO TOYODA
Forseti, Toyota Motor Corporation
Alþjóðateymi Toyota
Skoða allt íþróttafólkið í alþjóðateymi Toyota
Við erum stolt af því að vera fyrsti opinberi samstarfsaðili alþjóðlegu Ólympíunefndarinnar og Ólympíunefndar fatlaðra á sviði samgöngumála og einn stofnenda Ólympíurásarinnar. Í seríunni okkar, „Er það mögulegt?“ má sjá hvað er mögulegt í hinum ýmsu íþróttum.
Skoða núna