LQ
Frumgerð sýnd á mynd.
Tilfinningatengsl við ökumanninn
Áður fyrr mátum við bíla eftir getu þeirra til að flytja okkur á milli staða og bera okkur á vit ævintýranna. Háþróuð tækni auðveldar okkur að tengja lífsstíl viðskiptavina við ný og spennandi tækifæri. Með tilkomu LQ leggur Toyota stolt til ökutæki þar sem boðið er upp á persónulega upplifun, tillit er tekið til samgönguþarfa hvers og eins og stuðlað að enn betri tengslum á milli bíls og ökumanns.
Aflrás
Rafmagnsbíll
Akstursdrægi
U.þ.b. 300 KM
Farþegafjöldi
4
Yui – samgöngusnillingur og vitrænn gerandi
„LQ“ er hugmyndabíll þar sem háþróuð tækni er notuð til að byggja upp tengsl milli bíls og ökumanns í takt við þróunarþemað „að læra, vaxa og elska“. LQ er búinn sjálfvirkum aksturseiginleikum og „Yui“, sem er öflugur vitrænn gerandi, hannaður til þess að læra af ökumanninum og bjóða upp á sérsniðna samgönguupplifun. Nafnið „LQ“ vísar í þá von Toyota að þessi nálgun verði upphafið að þróun framtíðarbíla þar sem áhersla er lögð á samband bíls og ökumanns.
Tækni þar sem öryggi, hugarró og samgönguupplifun er í öndvegi.
LQ er ekki aðeins búinn sjálfvirkum aksturseiginleikum sambærilegum 4. stigs SAE heldur einnig sjálfvirkum bílastæðaskynjara sem veitir betra aðgengi og meiri þægindi. Sjónlínuskjár með auknum raunveruleika (AR-HUD) stækkar svæði upplýsingaskjásins fyrir ökumanninn og stuðlar þannig að öruggari akstri. Framúrskarandi sætakerfi LQ samanstendur af mörgum uppblásanlegum loftblöðrum sem eru innbyggðar í sætið, auk loftkælingar í sætum. Hvort tveggja stuðlar að því að halda ökumanninum vakandi eða hjálpa honum að slaka á, allt eftir akstursaðstæðum.
Snjöll samskipti.
LQ notar þakið og gólfmottusvæðið til að eiga snjöll samskipti og miðla upplýsingum á milli bílsins og farþeganna. Innbyggð lýsing sýnir mismunandi liti til að gefa til kynna hvort verið sé að nota sjálfvirkra akstursstillingu eða ekki, auk þess að lýsa upp mismunandi fótrými til að gefa til kynna hvaða farþega Yui er að ávarpa. LQ getur einnig miðlað upplýsingum á borð við ástand vegar til fólks sem er innan og utan bílsins með stafrænu örspeglatæki (DMD) sem er innbyggt í aðalljósin. Kerfið getur virkjað milljón örsmáa, innbyggða spegla til að varpa flóknum myndum á veginn fram undan.
Hönnun: Að innan sem utan
Farþegarými LQ er hannað með framúrstefnulegum, framvísandi útlínum sem staðsetja Yui á miðju mælaborðsins og línum sem flæða frá innra byrði bílsins yfir á ytra byrði hans. Lágstemmt innanrýmið er mjúkt og rennilegt með lykilþætti á borð við loftræstiop falda á bak við ósýnileg op. Grannfræðileg bestun þrívíddarprentaðs miðstokksins skilar sér í hámarksstyrkleika og styður við framúrskarandi innanrými ökutækisins með færri sýnilegum burðarvirkjum. Að utan rennur glerið í hurðunum saman við innanrýmið á hnökralausan hátt sem skapar samþætt og fágað yfirbragð.