JPN TAXI
Þægindi á grundvelli hefðbundinnar hönnunar.
JPN Taxi er ný tegund leigubíla í Japan. Þeir eru hannaðir með þarfir margvíslegra farþega í huga, allt frá börnum til eldri borgara og jafnvel fólks í hjólastól. Með hönnuninni er leitast við að uppfæra hefðbundið útlit japanskra leigubíla og bæta við nútímalegum eiginleikum. Leigubílarnir eru í hefðbundnum koiai-lit (dimmfjólubláum) og eru því hefðbundnir í útliti þrátt fyrir nútímaþægindin.
Vél
Hybrid-vél
Sparneytni
19,4 km/l
Breið rennihurð að aftan
Vélknúin
RANNSÓKNIR OG ÞRÓUN
Dulnefni: Rickshaw-hópurinn.
Verkfræðingateymi Toyota, sem gekk undir nafninu Rickshaw-hópurinn, starfaði í anda genchi genbutsu, sem þýðir að „kynna sér málin með því að leita til uppsprettunnar“. Hópurinn kynnti sér leigubílastöðvar, velferðarstofnanir og störf sérfræðinga víðsvegar um Japan. Hópurinn fór á vettvang til að kynna sér leigubílanotkun á vinsælum ferðamannastöðum í stórborgum, hamfarasvæði og sjúkrahús. Meðlimirnir óku meira að segja með leigubílstjórum til að kynnast starfi þeirra af eigin raun og geta þannig þróað betri leigubíl.
Altæk hönnun fyrir allskonar fólk.
AÐGENGI
Altæk hönnun.
JPN Taxi var hannaður með aðgengi margvíslegra farþega í huga. Hann er með innfellanlegum hjólastólarampi og miklu farþegarými. Slík hönnun, þar sem markmiðið er að auka aðgengi, er mikilvægur þáttur í að skapa samgöngumáta framtíðarinnar. Bíllinn verður til sýnis á Ólympíuleikunum og Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó 2020.