e-PALETTE
[Frumgerð. Ekki til sölu.]
Ný samgönguþjónusta fyrir alla.
„e-Palette“ er fyrsti rafmagnsbíllinn sem Toyota hannar sérstaklega fyrir Autono-MaaS*. Á Ólympíuleikunum og Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó 2020 mun á annan tug e-Palette-bíla aka um Ólympíuþorpið til að sinna samgönguþörfum starfsmanna og íþróttafólks.
Afl
Rafknúinn
Leiðsögn
Sjálfkeyrandi
FYRIR ALLA
Þjónusta sem uppfyllir þarfir viðskiptavina.
Hægt er að sérútbúa e-Palette á margvíslegan hátt, líkt og þegar litum er blandað saman á litaspjaldi. Innanrýmið er flatt, með lágu gólfi og án hindrana svo auðvelt er að koma fyrir búnaði eftir þörfum notandans, til dæmis hvað varðar samakstur, hótelherbergi og smásöluverslun.
Fyrir fyrirtæki
Snjallari saman.
Toyota leggur áherslu á að þróa nýjar og spennandi samgöngulausnir sem gera samstarfsaðilum kleift að efla virðiskeðju sína og bæta líf viðskiptavina sinna. e-Palette er ein slík samgöngulausn. Toyota vinnur með öðrum þjónustuveitendum og tækniþróunarfyrirtækjum að þessu markmiði.