Fyrirtækjalausnir Toyota

Alhliða lausn fyrir þitt fyrirtæki

Toyota vinnur með fyrirtækjum að heildarlausnum í bílamálum. Allt frá sölu, leigu eða endurkaupum á bílum, alhliða viðgerðum og viðhaldi ásamt sölu á auka- og varahlutum.  Fyrirtæki sem notast við bíla í rekstri vita hversu mikilvægt hagkvæmni við umsýslu bílanna er. Bilanatíðni á að vera í lágmarki og nauðsynlegt er að hægt sé að útvega varahluti og þjónustu hratt og örugglega. Fyrirtækjum sem vilja stuðla að lágu kolefnaspori býðst vistvæna bíla úr Hybrid línu Toyota. Síðast en ekki síst þurfa ökutækin að vera endingagóð og uppfylla ströng skilyrði varðandi aðbúnað og öryggi ökumanns.

Gæði og góð þjónusta

Toyota stendur fyrir gæði og góða þjónustu sem er landsmönnum að góðu kunn. Í vörulínu Toyota má finna margar hentugar lausnir fyrir fyrirtæki allt frá Aygo smábílum upp í lúxusbíla og hafa þeir reynst einstaklega vel við íslenskar aðstæður. Bilanatíðni þeirra er með því lægsta sem gerist og Toyota er einnig þekkt fyrir gott endursöluverð.
 
Með tilkomu Proace og Proace Verso sem er allt að níu manna fólksflutningabíll hefur framboð öflugra atvinnubíla aldrei verið betra hjá Toyota. Einnig bjóðum við upp á langtímaleigu sem hentað getur fyrirtækjum sem ekki vilja eignast bílinn heldur leigja gegn fyrirfram ákveðnu gjaldi.

Þjónustupakkar og samningar

Þjónustusamningar

Fyrirtækjasala Toyota býður viðskiptavinum sínum uppá þjónustusamning vegna flotakaupa sem inniheldur forgang á málningar-og réttingarverkstæði, lánsbíl á móti bíl sem kemur í þjónustu til okkar, afslátt af varahlutum og þjónustu sem við á.
Sendu okkur tölvupóst eða heyrðu í okkur fyrir frekari upplýsingar.
  Hlynur sími 570 5159  Jón Vikar sími 570 5157

/
/
2 ára þjónustupakki

Með Land Cruiser, Rav4, C-HR, Camry, Corolla, Yaris og Aygo fylgir þjónustupakki til tveggja ára eða 30.000km aksturs og einnig fylgir sami pakki með Proace til tveggja ára eða 40.000km.

Skoða nánar

Flotaleiga

Fyrirtæki sem þurfa á bifreiðum að halda vita hversu mikilvægt er að viðhalda hagkvæmni í rekstri flotans. Við bjóðum uppá langtímaleigu sem hentað getur fyrirtækjum sem ekki vilja eignast bílinn heldur leigja gegn fyrirfram ákveðnu gjaldi.

/
/
Atvinnubílar

Atvinnubíla úrval Toyota er glæsilegt en þú getur valið á milli 16 tegunda sem allar eru vel rúmgóðar, öruggar og með 7 ára ábyrgð. Atvinnubílar sem Toyota býður upp á eru Hilux, PROACE og PROACE VERSO.

Möguleikar í fjármögnun

Pantaðu ráðgjöf

Hlynur Ólafsson - Sölustjóri fyrirtækja

Hlynur Ólafsson - Sölustjóri fyrirtækja

Beinn sími: 570 5158

Farsími: 693 3005

hlynur.olafsson@toyota.is

Jón Vikar Jónsson - Söluráðgjafi fyrirtækjasölu

Jón Vikar Jónsson - Söluráðgjafi fyrirtækjasölu

Beinn sími: 570 5157

jon.vikar@toyota.is

Köku stillingar

Við notum kökur á vefsíðunni okkar til að þjóna þér betur og til að upplifun þín sé sem best.  Ef þú vilt kynna þér frekar köku stillingarnar þá getur þú gert það hér - skoða stillingar.