Fyrirtækjalausnir Toyota býður viðskiptavinum sínum uppá þjónustusamning vegna flotakaupa sem inniheldur forgang á almenna verkstæðið sem og málningar-og réttingarverkstæðið, lánsbíl á móti bíl sem kemur í þjónustu til okkar, afslátt af varahlutum og þjónustu sem við á. Hafðu samband fyrir frekari upplýsingar.
Þjónusta til þriggja ára fylgir öllum nýjum bílum. Kynntu þér hvað er innifalið í þjónustunni með því að smella á skoða nánar hér að neðan.
Fyrirtæki sem þurfa á bifreiðum að halda vita hversu mikilvægt er að viðhalda hagkvæmni í rekstri flotans. Við bjóðum uppá langtímaleigu sem hentað getur fyrirtækjum sem ekki vilja eignast bílinn heldur leigja gegn fyrirfram ákveðnu gjaldi. Hafðu samband við starfsmenn fyrirtækjalausna fyrir nánari upplýsingar
Úrval atvinnubíla Toyota er glæsilegt en þú getur valið á milli 16 útfærslna sem allar eru vel rúmgóðar, öruggar og með 7 ára ábyrgð. Atvinnubílar sem Toyota býður upp á eru Hilux, PROACE og PROACE VERSO.