Tímabundin þjónustunýjung

Komdu með bílinn í þjónustu án þess að koma inn í húsið
Þjónusta án heimsóknar

Á meðan COVID-19 gengur yfir landið viljum við bjóða þeim viðskiptavinum sem vilja nýta þjónustu okkar án þess að þurfa að koma inn í húsið og eiga aðeins samskipti við starfsmenn í gegnum síma tímabundna þjónustunýjung.

Komið er með bílinn og lyklar settir í lúgu, greitt er með símgreiðslu eða millifærslu og bíllinn er afhentur úti á plani með því að setja lyklana undir rúðuþurrkurnar. Allir snertifletir sótthreinsaðir og öll samskipti fara fram í síma.

1. Viðskiptavinur kemur með bíl og setur lykla í lúgu á verkstæðinu.

Fjar1-v2.jpg

2. Við hringjum þegar verkinu er lokið og símgreiðsla eða millifærsla er framkvæmd

Fjar2.jpg

3. Þú kemur á bílaplan Toyota Kauptúni og hringir í 693 3002

Fjar3.jpg

4. Starfsmaður okkar fer í hanska, sótthreinsar lyklana og setur í poka

Fjar4.jpg

5. Starfsmaður fer út á bílaplan til þín og leggur lyklapokann undir rúðuþurrkuna

Fjar5.jpg

6. Starfsmaður bíður þar til þú hefur tekið lykilinn undan rúðuþurrkunni

Fjar6.jpg