Vinsamlegast farið vel yfir neðangreindar upplýsingar
Hér má finna viðbrögð Toyota í Kauptúni við COVID-19


Covid-19-jan2021   

Tekið á móti bíl í þjónustu
 1. Starfsmaður fer í nýja hreina einnota hanska
 2. Einnota ábreiða verður sett á sæti, ný í hvert skipti
 3. Stýrishjól, stýrismiðja, gírhnúður/skiptistöng, handbremsa, lyklar og hurðarhandföng að innan og utan verður sótthreinsað áður en starfsmaður sest inn í bílinn og ekur inn á verkstæði
Að þjónustu lokinni
 1. Starfsmaður fer í nýja hreina einnota hanska
 2. Þegar bílnum er skilað út á bílaplan að lokinni vinnslu verður stýrishjól, stýrismiðja, gírhnúður/skiptistöng, handbremsa, lyklar og hurðarhandföng að innan og utan sótthreinsað
 3. Einnota ábreiða verður fjarlægð af sætum
 4. Starfsmenn móttöku sótthreinsa lykla aftur þegar kemur að frágangi verks og setja í lokaða poka
 5. Pokinn er svo sótthreinsaður áður en hann er afhentur viðskiptavininum      
Reynsluakstur hefst/afhending á nýjum/notuðum bíl

 1. Starfsmaður fer í nýja hreina einnota hanska
 2. Stýrishjól, stýrismiðja, gírhnúður/skiptistöng, handbremsa, lyklar og hurðarhandföng að innan og utan verður sótthreinsað áður en viðskiptavinur tekur við bílnum

Að loknum reynsluakstri

 1. Starfsmaður fer í nýja hreina einnota hanska
 2. Starfsmaður tekur við lyklum frá viðskiptavini
 3. Starfsmaður sem tekur við lyklunum sótthreinsar stýrishjól, stýrismiðju, gírnhúnð/skiptistöng, handbremsu, lykla og hurðarhandföngum innan og utan

Hafi viðskiptavinir okkar einhverjar sérstakar óskir munum við koma til móts við þær eftir fremsta megni. Allar ábendingar eru vel þegnar á info@toyota.is eða á www.facebook.com/toyotakauptuni