Sporlaus á nýjum Hybrid | Toyota á Íslandi
  1. Upplysingar
  2. Sporlaus

SPORLAUS Á NÝJUM HYBRID

Akstur allra nýrra Hybrid bíla frá viðurkenndum söluaðilum Toyota á Íslandi, seldum frá og með 1. janúar 2019, er núna kolefnisjafnaður að fullu í samstarfi við Kolvið. Njóttu þess að aka sporlaust á Hybrid.

Toyota á Íslandi kolefnisjafnar notkun allra nýrra Hybrid bíla

Allir nýir Toyota Hybrid bílar sem seldir eru eftir 1. janúar 2019 verða kolefnisjafnaðir út líftíma sinn. Verkefni er unnið í samstarfi við Kolvið sem hefur á undanförnum árum gefið bíleigendum kost á að kolefnisjafna notkun á bílum sínum. Þar með eru nettó umhverfisáhrif notkunar á Hybrid bílum engin. 

Á heimasíðu Kolviðar er reiknivél sem reiknar kostnað við að kolefnisjafna notkun bíla. Rétt er að skoða þessa reiknivél til að átta sig á hvernig þetta virkar. Miðum við að bíllinn sé ekinn 15.000 km á ári og notum hæstu eyðslutölu sem gefin er upp fyrir viðkomandi bíl á mismunandi hraða. 

Ef reiknivélin er notuð má sjá að t.d. Corolla Hybrid 1.8 eyðir 5,1 l á 100 km á mismunandi hraða. Samkvæmt reiknivél Kolviðar losar þessi akstur á einu ári 1,7 tonn af CO2 og til þess að kolefnisjafna aksturinn þarf að planta 17 trjám á ári sem binda munu CO2 yfir líftíma sinn. Kolviður sér um að planta trjánum og hirðir um þau í framtíðinni. 

Af hverju er Toyota á Íslandi að gera þetta?

Bílar menga en Toyota og aðrir bílaframleiðendur keppast við að draga úr umhverfisáhrifum bíla sem þeir selja. Þessar aðgerðir styðja því fullkomnlega við markmið Toyota - um að fyrir árið 2050 verði enginn losun CO2frá framleiðslu, notkun eða förgun bíla. Skógrækt er viðurkennd aðferð til kolefnisjöfnunar. Með samstarfi við Kolvið erum við að vinna að kolefnisjöfnun sem byggð er á vísindalegum grunni.

Af hverju ekki aðrir bílar en Hybrid bílar?

Í takti við umhverfisáskorun Toyota 2050 og markmið framleiðandans um aukna hlutdeild Hybrid bíla í heildarsölunni viljum við leggja enn frekari áherslu á slíka bíla og hvetja viðskiptavini okkar til að kaupa Hybrid – meðal annars með þessari samvinnu okkar við kolvið. Aukinheldur, þá er ljóst að Toyota á Íslandi hefur með umhverfisáherslum sínum þegar kolefnisjafnað stærstan hluta – ef ekki allan – af seldum dísil og bensínbílum sínum, enda verið ötull talsmaður og athafnasinni í skógrækt á Íslandi – eða í hartnær 30 ár.

Yaris
Frá 4.190.000 kr.
Yaris Live 5 dyra
Yaris Cross
Frá 5.590.000 kr.
Yaris Cross Active
Corolla Hatchback
Frá 5.850.000 kr.
Corolla Hatchback Live
Corolla Touring Sports
Frá 5.950.000 kr.
Corolla Touring Sports Live
Corolla Sedan
Frá 6.190.000 kr.
Corolla Sedan Active
Corolla Cross
Frá 6.890.000 kr.
Corolla Cross Active
Camry
Frá 8.950.000 kr.
Camry Live Plus Sedan 4 dyra
Toyota C-HR
Frá 6.160.000 kr.
Toyota C-HR C-ENTER 5 Dyra
RAV4
Frá 7.850.000 kr.
RAV4 GX
RAV4 Plug-in Hybrid
Frá 9.950.000 kr.
RAV4 Plug-in Hybrid GX Sportjeppi
Highlander
Frá 11.890.000 kr.
Highlander GX Sportjeppi 5 dyra

https://dxp-webcarconfig.toyota-europe.com/v1/model-filter-results/is/is?fuelType=h_1%2C