Hún er komin aftur - Toyota Corolla

Frumsýning laugardaginn 23. mars

hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota, kl 12-16
Við blásum til stórsýningar á nýrri Corollu í þremur nýjum útfærslum. Þrjár gerðir sem taka sig best út með þig undir stýri, nú í öflugum Hybrid útfærslum. Komdu og sjáðu hvað gerir Corollu að mest seldu bifreið heims. Þú getur valið á milli hlaðbaksins, Corolla Hatchback; stallbaksins, Corolla Sedan og langbaksins, Corolla Touring Sports.

Hver er þín týpa?


Komdu í heimsókn til viðurkenndra söluaðila
Mýkt og kraftur í útliti og afköstum

Yfirbygging nýju Corolla einkennist af fáguðum flæðandi línum og straumlínulagaðar útlínurnar og breið staðan gefa bílnum kraftmikið yfirbragð. Nútímaleg hönnun á ytra byrði undirstrikar afgerandi útlitið, þar á meðal LED-ljós, gljásvart grill, krómlistar og tvílitar 18" álfelgur. Hér fara útlit og innihald hönd í hönd.

/
Gerð til að njóta

Ný Corolla Sedan er framleidd á grunni nýs heildræns byggingarlags Toyota (TNGA). Niðurstaðan er lægri þyngdarmiðja og stífari grind sem skilar sér í kraftmeiri aksturseiginleikum og meiri tilfinningu fyrir stjórn. Endurbætt fjöðrun tryggir mýkri, hljóðlátari og þægilegri akstur og 1,8 lítra bensín-hybrid skilar akstursupplifun sem er bæði hrífandi og sparneytin.

/
Hybrid tæknin

Ný Corolla býður upp einstaklega ánægjulegan akstur með 1,8 lítra og 2,0 L Hybrid-aflrás. Hybrid aflrásin eru mjúk, hljóðlát og ótrúlega sparneytin með rafmótor sem vinnur hnökralaust með bensínvélinni til að skila þeirri hröðun sem þú þarfnast, þegar þú þarfnast hennar. Allt er þetta eftir bókinni frá fyrirtæki sem hefur framleitt Hybrid-bíla í yfir 20 ár. Ofan á þetta bætist svo sjálfhleðslueiginleiki með endurheimt orku í rauntíma sem þýðir að þú þarft ekki að stinga honum í samband. Þetta er Hybrid-bíll eins og hann á að vera.

/

Toyota Safety Sense
Köku stillingar

Við notum kökur á vefsíðunni okkar til að þjóna þér betur og til að upplifun þín sé sem best.  Ef þú vilt kynna þér frekar köku stillingarnar þá getur þú gert það hér - skoða stillingar.