Nýr Toyota Prius Plug-in Hybrid | Væntanlegur
 1. Bílar
 2. Væntanlegir bílar
 3. Prius Plug-in Hybrid

Prius kemur á óvart - Væntanlegur sumarið 2023

Fallegur, kraftmikill og sparneytinn
Prius hefur frá upphafi verið í fararbroddi. Í honum náði Hybrid tæknin fótfestu og nú færir nýr Prius Plug-in Hybrid sig upp á næsta stig. Hann býður upp nýjustu tæknilausnir og með tvíþættri notkun má ýmist nýta hreina raforku fyrir styttri ferðir eða frelsið sem Hybrid veitir í lengri ferðum. Nýr Prius er mættur á svæðið, snjall og áræðinn bíll sem kemur á óvart.

 

Kannaðu betur nýja Prius Plug-in Hybrid

Smelltu á bílinn hér að neðan til að sjá nýjan Prius Plug-in Hybrid í 360° 

Framúrskarandi Plug-in Hybrid

Af hverju að gera málamiðlanir? Nýr Prius Plug-in Hybrid býður upp á það besta úr báðum heimum. Veldu EV-stillingu til að keyra eingöngu á lipri og viðbragðsfljótri raforku. Þegar lítil hleðsla er eftir á rafhlöðunni er hægt að skipta yfir í sparneytið hybridafl. Þannig fæst áreynslulaus afkastageta með lítilli eldsneytisnotkun og lítilli losun koltvísýrings.   

 

Falleg straumlínulögun

Í nýjum Prius sameinast fleyglaga hönnun fyrri kynslóða rennilegum línum og afraksturinn er stílhreint og sportlegt yfirbragð. Lágstemmd hönnunin fangar athyglina, innblásin af náttúrulegu loftflæði. Stíllinn er afgerandi með kröftugri stöðu og sleggjuháfslögun að framan.

Nýi uppáhaldsstaðurinn þinn

Innanrými Prius er staður þar sem þú nýtur þess að verja tíma þínum. Ökumannsrýmið er notandavænt og bíllinn er búinn fljótandi mælaborði og þægindum fyrir farþega. Stílhrein smáatriði lífga upp á dökkt litaþemað í innra rýminu. Notendavæn tæknin felur meðal annars í sér fjölnota ökumannsskjá þar sem þú hefur fulla stjórn á öllum eiginleikum, um leið og viðbragðsfljót lýsing á mælaborði, sem tengd er háþróuðum öryggiskerfum bílsins, veitir góða yfirsýn.

Nýjasta tækni

Prius hefur alla tíð verið í fremstu röð með tækninýjungar og þar er nýr Prius Plug-in Hybrid ekki undanskilinn. Ferðalögin verða öruggari, auðveldari og skemmtilegri með öflugum tengimöguleikum og aðgengilegu viðmóti sem uppfyllir allar þínar stafrænu þarfir, auk úrvals af öryggis- og þægindaeiginleikum á borð við fjartengda þjónustu í gegnum MyT-appið.

 • Passar vel upp á þig

  Nýr Prius er búinn glænýrri útgáfu af Toyota T-Mate. T-Mate býður upp á fjölbreytt úrval akstursaðstoðarkerfa og árekstrarvarnarkerfa sem eru ómetanlegur stuðningur í þungri umferð og ólíkt öllu sem aðrir sambærilegir bílar bjóða upp á.

 • Nýjustu uppfærslur

  Með þráðlausum uppfærslum í gegnum gagnatengingu bílsins er Prius alltaf uppfærður með nýjustu margmiðlunar- og öryggiskerfum, hugbúnaði og eiginleikum.

 • Fangaðu orku sólarinnar

  Prius er svo háþróaður að hann getur jafnvel breytt sólarljósi í raforku* og hlaðið rafhlöðuna með sólarsellum á þakinu til að auka drægi á rafmagni í daglegu amstri. Ef Prius er kyrrstæður í nokkra daga heldur hann áfram að hlaða rafhlöðuna með sólarorku.

  *Háð búnaði viðkomandi útfærslu og framboði á markaðssvæðum