1. Bílar
  2. Væntanlegir bílar
  3. Land Cruiser
  4. Forpontun
  5. Forpöntunarskilmálar

Skilmálar forpöntunar

Árið 2024 mun Toyota kynna nýjan Toyota Land Cruiser 250 innan Evrópska Efnahagssvæðisins (“EEA”). Sama ár, mun takmarkað magn ef þessari bifreið vera boðið til sölu innan EEA. Þetta takmarkaða magn af Toyota Land Cruiser 250 mun koma í sölu á seinni helming 2024 og munu verðlistaverð á bílnum verða tilkynnt  í aðdraganda þess. Frekari upplýsingar um þennan nýja bíl má nálgast á www.toyota.is eða hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota. 

Til þess að hafa yfirsýn yfir frátektir á Toyota Land Cruiser 250, er búið að setja upp forpöntunarkerfi sem heldur utan um forpantanir viðskiptavina.

Þegar forpöntun á sér stað gengst viðskiptavinur við þeim skilmálum hér eru útlistaðir. Með því að samþykkja þessa skilmála staðfestir þú áhuga þinn á að panta Toyota Land Cruiser 250. Samþykki þitt á þessum skilmálum þarf til þess að eiga möguleika á að panta eintak af þeim Toyota Land Cruiser 250 sem verða í boði innan EEA, 2024. 

 

Fyrir þessa skilmála munu orðin, “Toyota”, “við”, “okkar” eiga við Toyota á Íslandi. 

Skilmálar: 

1. Einungis ein forpöntun fyrir hvern einstakling/aðila verður samþykkt. 

2. Þar sem takmarkað magn er í boði þá tryggir þessi forpöntun þér – að undangenginni undirritun sértæks samnings þar að lútandi og greiðslu skilgreinds forpöntunargjalds – forgang þegar Toyota Land Cruiser 250 útgáfan kemur til sölu í þínu landi. Þú hefur þar af leiðandi tryggt þér þann möguleika að panta Toyota Land Cruiser 250 frá þeim viðurkennda Toyota söluaðila sem þú kýst að eiga viðskipti við. Þú átt þann möguleika að klára eiginlega pöntun á Toyota Land Cruiser 250 í samræmi við þessa skilmála frá 05.12.2023. Allar forpantanir verða samþykktar út frá “fyrstur kemur, fyrstur fær” á meðan birgðir endast af því takmarkaða magni af Land Cruiser 250 sem í boði er.

3. Forpöntun – Skilyrði forpöntunar – Að panta Toyota Land Cruiser 250 á gildistíma samþykktra forpantana: Forpöntun tryggir þér möguleika á að panta Toyota Land Cruiser 250 hjá hjá þeim viðurkennda Toyota söluaðila sem þú kýst að eiga viðskipti við á meðan gildistími samþykktra forpantana varir. Með öðrum orðum, þá veitir staðfesting á forpöntun – með undirritun sértæks samnings þar að lútandi og greiðslu skilgreinds forpöntunargjalds – þér möguleika á að panta Toyota Land Cruiser 250. Forpöntun er ekki: (i) eiginleg pöntun á Toyota Land Cruiser 250 eða samþykki frá okkur né viðurkenndum söluaðila Toyota að selja þér slíka bifreið; (ii) skuldbinding frá okkur né viðurkenndum söluaðila Toyota að útvega þér Toyota Land Cruiser 250; og (iii) veitir þér enga tryggingu eða skuldbindingu gagnvart ákveðinni undirtegund eða afhendingardagsetningu á Toyota Land Cruiser 250. Forpöntun þín tekur gildi eftir að þú hefur lagt fram beiðni um forpöntun í forpöntunarkerfi Toyota og undirritað sértækan samning þar að lútandi og greitt skilgreint forpöntunargjald. Haft verður samband við þig til þess að staðfesta forpöntun þína og þegar þar að kemur mun viðurkenndur söluaðili ganga formlega frá eiginlegri pöntun/frátekt á Toyota Land Cruiser 250 að fyrrgreindum skilyrðum uppfylltum (samningur & frátektargjald). 

4. Ekki er hægt að færa forpöntun/frátekt yfir á annan aðila.  

5. Biðlisti: Um leið og takmarkað magn Toyota Land Cruiser 250 hefur verið forpantað verður lokað fyrir forpantanir en hægt verður að skrá sig á biðlista. Ef og þegar meira magn bætist við af Toyota Land Cruiser 250 mun forpöntunarkerfið opnast og þeir sem eru á biðlista fá skilaboð um það. 

6. Notkun þinna persónuupplýsinga: Með því að forpanta Toyota Land Cruiser 250 líkt og lýst er hér fyrir ofan, veitir þú samþykki þitt á notkun persónuupplýsinga þinna ásamt samþykki á persónuverndarstefnu Toyota á Íslandi. Einnig veitir þú samþykki á notkun persónuupplýsinga til að vinna úr beiðni þinni um forpöntun og þá skilmála sem henni fylgir. Persónuupplýsingar sem tengjast forpöntun þinni verða einungis notaðar (Þar með talið nafn, netfang og aðrar persónuupplýsingar) til að vinna úr forpöntunarbeiðni þinni. Þú veitir einnig samþykki fyrir því að Toyota á Íslandi megi veita; Toyota Motor Europe NV/SA, höfuðstöðvar í Avenue du Bourget 60, 1140 Brussel, Belgíu; öðrum viðurkenndum söluaðilum Toyota; birgjum okkar, birgjum Toyota Motor Europe NV/SA eða undirbirgjum þeirra birgja sem munu vinna með forpöntun þína aðgang að þessum persónuupplýsingum. 

7. Samþykki þessara skilmála: 

Með því að haka í kassann merktan “Ég samþykki skilmála fyrir forpöntun á Toyota Land Cruiser 250” samþykkir þú þessa skilmála. 

Hvað varðar notkun á þínum persónuupplýsingum, þá veitir þú samþykki þitt fyrir notkun á þínum persónuupplýsingum eins og útskýrt er í hluta 6 hér fyrir ofan með því að haka í kassann merktan “Ég staðfesti að ég hef lesið og skil persónuverndarstefnu Toyota” í skrefi tvö í forpöntunarferlinu.