Sölu- og þjónustuaðilar
Opnunartímar söluaðila
Hafðu samband
Mín síða

Camry Hybrid

HYBRID

Sýndu fordæmi

Frá 7.490.000 kr.
Eyðsla frá 4,3 l/100 km
CO2 frá 98 g/km
 • Frábær afköst og fallegt útlit.

  Rennilegur og nútímalegur hliðarsvipur hans er undirstrikaður með nýjum 17" og 18" álfelgum en framhliðin einkennist af breiðu, traustu framgrilli og glæsilegum LED-ljósum. Camry Hybrid fer vel á vegi, bæði þegar hann mætir á svæðið og þegar hann hverfur út í fjarskann.

  Skoða samanburð á búnaði
 • Framúrskarandi afköst

  Glæný 2,5 lítra vélin umbyltir akstursupplifuninni og með henni skilar hybrid-kerfið einstökum 218 DIN hestafla krafti ásamt framúrskarandi sparneytni og lítilli losun koltvísýrings. Sérlega hljóðlátur aksturinn verður enn kyrrlátari með virkilega vandaðri hljóðeinangrun sem dregur úr veghljóði og vindgnauði yfir allt hraðasviðið.

  Skoða tæknilýsingu
 • Búinn undir allar aðstæður.

  Toyota Safety Sense er staðalbúnaður í nýjum Camry Hybrid sem býður upp á einstaka samsetningu háþróaðrar akstursaðstoðartækni. Ratsjárskynjarar og myndavélar greina allt frá mögulegum árekstri til umferðarskilta til að tryggja þér fullkomna hugarró.

  Skoða öryggisbúnað
 • Ósvikin akstursánægja

  Með nýju heildrænu byggingarlagi Toyota mætast annars vegar öryggi og fágaður akstur og hins vegar góð stjórn og snjallar tækninýjungar. Nýtt heildrænt byggingarlag Toyota skilar óviðjafnanlegum aksturseiginleikum og þægindum í akstri sem saman tryggja ósvikna akstursánægju. Í innanrýminu er hvergi slegið af kröfum um höfuðrými, fótarými eða pláss á milli axlar og hurðar og stærra farangursrými gerir þér kleift að taka með allt sem þarf.

Toyota Camry Hybrid

Toyota Camry Hybrid er hin fullkomna blanda. Í honum koma saman fáguð gæði fólksbílsins og ávinningur Toyota Hybrid. Niðurstaðan er einstök akstursupplifun sem færir Hybrid upp á næsta stig.

Hybrid á nýju stigi

Hér fer bíll sem býður upp á spennandi akstur. Í 20 ár hefur Toyota verið í fararbroddi í hönnun Hybrid-aflrása og nú hefur nýjasta útfærslan verið innleidd í Camry til að færa Hybrid-upplifunina upp á næsta stig.

 • Þar sem afköst og fágun fara saman

  Nýr Camry Hybrid er með allt sem þarf. Í honum sameinast allir kostir fágaðs fólksbíls ávinningnum sem fylgir Toyota Hybrid.

 • Útlit sem vekur eftirtekt

  Öruggt yfirbragð nýja Camry Hybrid-bílsins gefur fáguðu útliti hágæðafólksbíls kraftmeira útlit. Rennilegur og nútímalegur hliðarsvipur hans er undirstrikaður með nýjum 17" og 18" álfelgum en framhliðin einkennist af breiðu, traustu framgrilli og glæsilegum LED-ljósum.

 • Smíðaður án málamiðlana

  Hlýlegt farþegarými nýja Camry Hybrid-bílsins sameinar yfirburðahandverk og allt það pláss og notagildi sem þú þarfnast. Samfelldar línur skapa góða rýmistilfinningu umhverfis ökumann og farþega í framsæti og hugvitssamleg hönnun stjórnrýmisins býður upp á hentuga akstursstöðu.

Camry Hybrid sameinar frábær afköst og fallegt útlit.

Camry Hybrid er fallegur bíll sem býður upp á fáguð þægindi og fjölda snjallra tæknilausna, auk gefandi akstursupplifunar.

Hybrid á nýju stigi

Hybrid á nýju stigi

Toyota hefur framleitt framsækna hybrid-bíla í meira en 20 ár – og nú höfum við bætt framúrskarandi hybrid-afköstum við hina afgerandi fágun Camry í nýjum Camry Hybrid.

 Ný akstursupplifun

Ný akstursupplifun

Með nýju heildrænu byggingarlagi Toyota mætast annars vegar öryggi og fágaður akstur og hins vegar góð stjórn og snjallar tækninýjungar. Nýtt heildrænt byggingarlag Toyota gefur nýjum Camry Hybrid lága þyngdarmiðju, afar sterka yfirbyggingu og framúrskarandi tveggja spyrnu fjöðrun, sem skilar sér í undraverðum aksturseiginleikum og þægindum í akstri með meiri tilfinningu fyrir stjórn og ómengaðri akstursánægju.

Verndar þig

Verndar þig

Toyota Safety Sense er safn framúrskarandi akstursaðstoðartæknilausna og staðalbúnaður í nýjum Camry Hybrid sem veitir þér fullkomna hugarró. Þetta kerfi setur öryggi þitt ofar öllu, allt frá því að greina möguleika á árekstri yfir í að greina umferðarskilti fyrir þig.

Skoða öryggisbúnað

Hvaða Camry ert þú?

Meira um Toyota

Köku stillingar

Við notum kökur á vefsíðunni okkar til að þjóna þér betur og til að upplifun þín sé sem best.  Ef þú vilt kynna þér frekar köku stillingarnar þá getur þú gert það hér - skoða stillingar.