1. Bílar
  2. Hvers vegna að velja rafbíl?

Hvers vegna að velja rafbíl?

Þökk sé víðtækri þekkingu á þróun rafhlöðutækni og skilvirkri stjórnun orkuflæðis geta rafbílar frá Toyota tryggt áreiðanlega og varanlega afkastagetu. Nú þegar eru fleiri en 18  milljónir rafknúinna Toyota bíla á vegum úti og 17 rafknúnar gerðir til að velja úr. Toyota heldur því áfram að skila einstakri nýsköpun sem tryggir ánægju milljóna viðskiptavina um heim allan.

Hversu langt kemst ég á einni hleðslu?

Toyota bZ4X kemst allt að 500 km* á einni hleðslu.

Hvernig hleð ég Toyota bZ4X?

Hleðslan er einföld, þægileg og fullkomlega örugg með snúrunni sem fylgir með bílnum. Þú getur notað heimilisinnstungu, heimahleðslustöð eða hraðhleðslu á hleðslustöð fyrir almenning.

Hversu langan tíma tekur hleðslan?

Hleðslutíminn fer eftir aflgjafanum. Á hleðslustöðvum fyrir almenning tekur hraðhleðsla aðeins um 30 mínútur**. Hleðsla í heimahleðslustöð tekur um það bil 10 klukkustundir**.

Er rekstrarkostnaðurinn lágur?

Rafknúinn bíll getur sparað þér mikla fjármuni á notkunartímanum. Þú þarft aldrei að greiða fyrir eldsneyti aftur.

Hver er endingartími rafhlöðu?

Rafbílarnir okkar eru alveg jafn áreiðanlegir og aðrir bílar frá Toyota. EV-ástandsskoðun er í boði fyrir rafhlöðu Toyota bZ4X svo lengi sem árleg skoðunarþjónusta er í boði. 10 ára Toyota Relax-ábyrgð fyrir bílinn tryggir þér algera hugarró.
* WLTP-prófun. Drægi er mismunandi á milli útfærslna, aflrása og akstursskilyrða hverju sinni. 
** Háð kröfum á hverjum stað, hversu öflugur hleðslubúnaðurinn er og hitastigi