ARNA SIGRÍÐUR ALBERTSDÓTTIR
HANDAHJÓLREIÐAKONA
Arna Sigríður er 27 ára hjólreiðakona sem æfir með Hjólreiðafélagi Reykjavíkur. Arna Sigríður hlaut mænuskaða eftir skíðaslys í Noregi árið 2006, þá aðeins 16 ára gömul. Hún tók þátt í handahjólreiðakeppni í Abú Dabí sem tilheyrir Evrópumótaröðinni þar sem hún sigraði sinn flokk með glæsibrag. Hún var auk þess, svo vitað sé, fyrsti mænuskaðaði Íslendingurinn til að fara heilt maraþon.
Fylgstu með Örnu á Facebook