ALHEIMSHVATNING
TIL HREYFINGAR

Sem alþjóðlegur samstarfsaðili Ólympíuleikana og Ólympíumóts fatlaðra trúum við því
að ekkert sé ómögulegt.
/

"Notum sameiningarkarft íþrótta sem myndast hefur á Ólympíuleikunum og Ólympíumóti fatlaðra til þess að sameina fólk úr öllum áttum."

AKIO TOYODA

Forseti Toyota Motor Corporation

HUGSJÓN TOYOTA

Við trúum því heilshugar að hægt sé að ná fram því allra besta sem mannkynið hefur upp á að bjóða í gegnum íþróttir og hreyfingu.
Þess vegna erum við stoltir samstarfsaðilar Ólympíuleikanna og Ólympíumóts fatlaðra.   Ólympíuleikarnir eru stærsta íþróttahátíð í heimi. Þar upplifum við einstakan kraft íþróttanna og sjáum íþróttafólk takast á við áskoranir og veita innblástur sem leiðir til sameiningar meðal keppanda og áhorfenda. Sem alþjóðlegur samstarfsaðili Ólympíuleikanna og Ólympíumóts fatlaðra deilum við sömu hugsjón og viljum hvetja fólk til þess að gera sitt allra besta - finna sín ómögulegu markmið og ná þeim.


Með það að leiðarljósi að stuðla að jákvæð gildi íþrótta verði innleidd á sem flestum sviðum í heiminum erum við í samvinnu við Alþjóðlegu Ólympíunefndina (IOC) og Alþjóðanefnd ólympíumóts fatlaðra (IPC). Með samstarfinu aðstoðum við íþróttafólk að uppfylla drauma sína þrátt fyrir erfiðar aðstæður.

/

ANDREA ESKAU

Handahjólari, keppandi í tvíþraut og skíðakona.   
Toyota er í samvinnu við Andrea Eskau, fjórfaldan gullverðlaunahafa frá Þýskalandi. Toyota sérsmíðar hjól úr koltrefjum fyrir Andrea sem hún notar á Ólympíumóti fatlaðra ásamt því að sérhanna skíði sem hún notast við á Vetrarólympíumótinu. Andrea býr yfir miklum eldmóð og þrótti til að verða meistari í því sem hún tekur sér fyrir hendur og við erum ánægð að geta tekið þátt í því verkefni með henni. 
/

TYRONE PILLAY

Ólympíufari frá Suður Afríku sem keppir í kúluvarpi fatlaðra og starfar hjá Toyota. Við erum mjög stolt að geta staðið við bakið á Tyrone Pillay, tæknisérfræðing Toyota sem kemur frá Durban í Suður Afríku. Tyron fæddist með skerta hreyfigetu í fæti en lét það aldrei stoppa sig frá því að ná sínum markmiðum. Það er með láði sem við veittum honum verðlaunin sem nefnast: 2017 Toyota Global President’s Award fyrir framúrskarandi árangur á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó 2016.

/
/

MÖGNUÐ ÍÞRÓTTAKONA Tatyana hefur unnið til 17 verðlauna á Ólympíumóti fatlaðra - en hún er einungis 28 ára. Hún fæddist með mænuhaull (e.spina bifida) og ólst upp á rússnesku munaðarleysingjahæli. Tatyana setur ný viðmið fyrir aðra keppendur í hverju móti sem hún tekur þátt í.

/
SUND Rami er hluti af Ólympíuliði flóttamanna í sundi og stefnir á að komast á Ólympíuleikana árið 2020. Jafnvel þótt að heimabær hans, Aleppo í Sýrlandi sé gjöreyðilagur vegna stríðsátaka heldur hann ótrauður áfram í átt að markmiðum sínum.
/
/
/
FRJÁLSÍÞRÓTTIR Bandaríkja- og Nígeríubúinn Seun Adigun keppti fyrir hönd Bandaríkjanna í 100 metra grindahlaupi á Ólympíuleikunum 2012. Hún hefur sett sér ný markmið og stefnir nú að því að keppa fyrir hönd Nígeríu í bobsleðabruni.
/
MARAÞON Eistnesku systurnar Leila, Liina og Lily náðu allar þeim lágmörkum sem þurfti til að keppa í maraþoni á Ólympíuleikunum. Þær voru fyrstu eineggja þríburarnir til þess að keppa saman á Ólympíuleikunum.
/