HREYFING

Er hluti af eðlishvöt okkar

Heimurinn er fullur af endalausum möguleikum...
jafnvel þó þú hafir ekki vegina, fæturna eða sjónina.

HREYFIGETA
FYRIR ALLA

Kynning á framtíðarsýn Toyota

HREYFILAUSNIR

/
i-ROAD Eins og að skíða í gegnum stræti borgarinnar.
/
TOYOTA HUGMYNDAFRÆÐI-愛 i WALK Kemst þangað sem bílar komast ekki.
/
TOYOTA HUGMYNDAFRÆÐI-愛 i Bíllinn sem þekkir bílstjórann.
/
ÞJÓNUSTUVÉLMENNI Veitir þér hjálparhönd.
/
TOYOTA HUGMYNDAFRÆÐI-愛 i RIDE Framtíðin í fólksflutningum.

ÍSLENSKIR SENDIHERRAR

Íslensku sendiherrar okkar stefna að því að komast á Ólympíumót fatlaðra og með því sýna okkur að ekkert er í raun ómögulegt.

/
ARNA SIGRÍÐUR ALBERTSDÓTTIR

HANDAHJÓLREIÐAKONA

Arna Sigríður er 27 ára hjólreiðakona sem æfir með Hjólreiðafélagi Reykjavíkur. Arna Sigríður hlaut mænuskaða eftir skíðaslys í Noregi árið 2006, þá aðeins 16 ára gömul. Hún tók þátt í handahjólreiðakeppni í Abú Dabí sem tilheyrir Evrópumótaröðinni þar sem hún sigraði sinn flokk með glæsibrag. Hún var auk þess, svo vitað sé, fyrsti mænuskaðaði Íslendingurinn til að fara heilt maraþon.

/
MÁR GUNNARSSON

SUNDMAÐUR

Már er 18 ára blindur sundmaður sem æfir og keppir fyrir Reykjanesbæ í flokki S11. Sem blindur sundmaður þarf hann ávallt að treysta á aðstoð frá fólki sem slær hann í höfuðið þegar hann nálgast bakkann. Már byrjaði að æfa sund af krafti fyrir 4 árum og hefur nú náð þeim árangri að keppa á Heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi sem fór fram í Mexíkóborg í desember 2018. Einnig hefur hann náð lágmörkum fyrir Evrópumeistaramótið 2018.

/
PATREKUR ANDRÉS AXELSSON

FRJÁLSÍÞRÓTTAMAÐUR

Patrekur Andrés er 23 ára blindur frjálsíþróttamaður og keppir í flokki T11. Patrekur Andrés æfði knattspyrnu upp alla yngri flokka Leiknis í Reykjavík en sjón hans hóf að hraka fyrir fimm árum síðan og er nú svo komið að hann er alblindur. Hann hóf að æfa frjálsar íþróttir fyrir þremur árum síðan en hefur nú náð viðmiðunarárangri fyrir Evrópumót fatlaðra í frjálsum 2018 sem fram fer í Berlín. Til að æfa og keppa þarf Patrekur Andrés aðstoðarmann sem hleypur við hlið hans.

/
STEFANÍA DANEY GUÐMUNDSDÓTTIR

FRJÁLSÍÞRÓTTAKONA

Stefanía Daney er 20 ára þroskahömluð frjálsíþróttakona fædd og búsett á Akureyri. Stefanía Daney byrjaði að æfa frjálsar íþróttir af krafti fyrir fimm árum síðan og hefur tekið stórstígum framförum og er í dag fremsta frjálsíþróttakona Íslands í röðum þroskahamlaðra sem kallast flokkur T20. Hún hefur náð viðmiðunarárangri fyrir Evrópumót fatlaðra í frjálsum 2018 sem fram fer í Berlín.

ALÞJÓÐLEGIR SENDIHERRAR

Þetta íþróttafólk sýnir okkur með eldmóð og þrautseigju
að ekkert er í raun ómögulegt.

/
TATYANA MCFADDEN

HJÓLASTÓLAKEPPANDI

Tatyana er 28 ára og hefur unnið til 17 verðlauna á Ólympíumóti fatlaðra. Hún fæddist með mænuhaull (e. spina bifida) og ólst upp á munaðarleysingjahæli í Rússlandi. Tatyana setur ný viðmið fyrir aðra keppendur með hverri keppni sem hún tekur þátt í. 

/
RAMI ANIS

SUNDMAÐUR

Rami Anis er hluti af Ólympíuliði flóttamanna í sundi og stefnir að því að komast á Ólympíuleikana 2020. Jafnvel þó að heimabær hans, Aleppo í Sýrlandi, hafi gjöreyðilagst í stríðsátökum heldur Rami ótrauður áfram og sýnir með því mikla seiglu.

/
TYRONE PILLAY

KEPPANDI Í KÚLUVARPI

Tyrone er frá Durban í Suður Afríku. Hann er tæknilegur sérfræðingur fyrir Toyota
en státar sig einnig af því að vera Ólympíufari sem keppir í kúluvarpi.  

START
YOUR IMPOSSIBLE

Köku stillingar

Við notum kökur á vefsíðunni okkar til að þjóna þér betur og til að upplifun þín sé sem best.  Ef þú vilt kynna þér frekar köku stillingarnar þá getur þú gert það hér - skoða stillingar.