1. Vetni - eldsneyti framtíðarinnar
  2. Hvað er vetni?

HVAÐ ER VETNI?

KYNNING Á VETNI

Vetni er hreint, öruggt og allt í kringum okkur. Reyndar er þetta frumefni svo algengt að það er um 70% alls efnis í alheiminum. Þetta þýðir að hægt er að framleiða það hvar sem er.

 

Orkunýting vetnis sem orkugjafa er tvisvar til þrisvar sinnum meiri en hefðbundnar vélar geta boðið upp á, sem þýðir einfaldlega að hægt er að komast lengra á minna eldsneyti. Auk þess losa vetnisknúnir bílar aðeins vatn og því er losun koltvísýrings úr sögunni (sem og losun annarra skaðlegra lofttegunda á borð við HC, CO og NOx).

HVERNIG NÁLGUMST VIÐ ÞAÐ?

 
 

Í hreinu formi er vetni ósýnileg, lyktarlaus og skaðlaus lofttegund sem er léttari en loft. Aftur á móti er vetni ekki að finna í þessu formi í náttúrunni og þess vegna þurfum við að byrja á því að einangra það.

Þetta er hægt að framkvæma á nokkra vegu, þar á meðal með gufumeðhöndlun jarðgass og gösun. Þriðja aðferðin er aftur á móti víða notuð í Evrópu og það er rafgreining. Þessi aðferð byggist á því að leiða rafstraum í gegnum vatn til að losa vetnið.

Og ef við notum rafmagn frá endurnýjanlegum orkugjöfum getum við gert hreint eldsneyti enn hreinna.

 

 

VETNI OG EFNARAFALLINN

 
 

Við notum efnarafal til að breyta vetni í rafmagn. Nýtt efnarafalskerfi Toyota býr til orku úr efnahvarfi vetnis og súrefnis og losar aðeins vatn. Þetta ferli er mjög hraðvirkt og veitir rafmagni í rafmótorinn sem knýr bílinn.

FREKARI UPPLÝSINGAR UM VETNI