Vetni fyrir alla
Eldsneyti framtíðarinnar
Vetnisbílar eru í raun næsta kynslóð rafbíla. Þessi nýja tækni er knúin með efnahvarfi á milli vetnis og súrefnis í efnarafölum í stað bruna jarðefnaeldsneytis. Efnarafalar voru upphaflega þróaðir til að knýja geimför en hafa í dag fjölbreyttari notkunarmöguleika.