Nýr Highlander Hybrid
Meira rými, minni útblástur

Við kynnum nýjan Toyota Highlander. Hér er á ferðinni stílhreinn og rúmgóður sjö sæta bíll, búinn nýjustu Hybrid tækni okkar og hugvitsamlegu aldrifi (AWD-i). Highlander er kraftmikill og býður upp á þægilegan akstur sem hentar þínum lífstíl.

Nýr Toyota Highlander Hybrid kemur á markað á flestum markaðssvæðum Evrópu í byrjun árs 2021.

interior
STÍLL OG RÝMI FYRIR ALLT OG ALLA

Kraftmikið yfirbragð og fallegar 20" álfelgur sameina fágað útlit og afl sportjeppans.  
 
Notadrjúgt innanrými Highlander er búið sjö sætum með góðu rými og aðgengi fyrir tvo fullorðna einstaklinga í þriðju sætaröð. Auk þess er nóg pláss fyrir farangur í 658 lítra farangursgeymslunni sem hægt er að stækka í 1909 lítra þegar þess er þörf.

rear view
MIKIÐ AFL OG LÍTILL ÚTBLÁSTUR

Fjórða kynslóð Hybrid aflrásarinnar gerir Highlander kleift að bjóða þér upp á alla kosti jeppa án þess að auka eldsneytisnotkun og útblástur.
 
Mjúk 2,5 lítra Hybrid Dynamic Force-vélin skilar 248 hestöflum og býður upp á framúrskarandi afl og sparneytni í flokki sambærilegra bíla, með koltvísýringslosun frá 146 g/km og eldsneytisnotkun frá 6,6 l/100 km. AWD-i aldrif Highlander er staðalbúnaður sem tryggir meiri stjórn og aukið öryggi, auk lipurðar og þæginda í akstri. 

Interior-v2
MEIRI ÞÆGINDI, FJÖLBREYTTUR BÚNAÐUR

Highlander býður upp á hljóðláta og fágaða aksturseiginleika í fyrsta flokks farþegarými með handunnum klæðningum, mjúkum efnum og fjölbreyttu úrvali búnaðar og tengimöguleika.
 
Þar á meðal eru framsæti með loftræstingu, JBL-hljóðkerfi með 11 hátölurum og 12,3" margmiðlunarsnertiskjár með leiðsögukerfi og snjallsímatengingu í gegnum Apple CarPlay™ og Android Auto™. Highlander er búinn nýjasta Toyota Safety Sense öryggisbúnaðinum, auk þess sem sjónlínuskjár og stafrænn baksýnisspegill auka enn við öryggið.*
 
*Ræðst af valinni útfærslu

KOMDU MEÐ Í HIGHLANDER FERÐALAGIÐ

Skráðu þig á póstlista fyrir Toyota Highlander og fáðu upplýsingar um nýjan Highlander um leið og þær berast.
Skrá mig á póstlista