Áskorun 1
Engin losun koltvísýrings úr nýjum bílum
Áskorunin „Engin losun koltvísýrings úr nýjum bílum“ snýst um að minnka losun koltvísýrings í bílum okkar um 90% fyrir árið 2050, miðað við losunina árið 2010.
Þetta gerum við með því að gera hefðbundna orkugjafa sparneytnari og hvetja til þróunar á bílum með litla eða enga kolefnislosun, þar á meðal Hybrid, Plug-in Hybrid, rafmagnsbílum og vetnisbílum.
Bílar sem nota hreina og umhverfisvæna orkugjafa fara aðeins að hafa veruleg áhrif þegar almenningur byrjar að nota þá í stórum stíl. Þess vegna vinnum við að því að auka framboð þeirra og hvetja til þróunar og uppbyggingar innviða sem styðja við notkun þeirra, svo sem áfyllingar- og hleðslustöðva.